Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. mars 2018 13:46 Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að þjónustan verði ríkisrekin. Sjúkraflutningamenn hafi upplifað sig sem olnbogabarn í kerfinu en nú sé lag að gera bragarbót á. Rauði kross íslands hefur sinnt rekstri sjúkrabíla hér á landi í 90 ár en stjórnvöld hafa ákveðið að taka reksturinn yfir. Var það vilji velferðarráðuneytisins að reksturinn yrði tekinn yfir í þrepum á þremur árum en því hafnar Rauði krossinn sem vill hætta strax.Sjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ekki liggur fyrir hvort Velferðarráðuneytið ætli að sjá um áframhaldandi rekstur eða hvort hann verði boðinn út. Stefán Pétursson, formaður landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sér þó tækifæri í breytingunum. „Við höfum svolítið upplifað okkur sem týnda starfsstétt og olnbogabarn í kerfinu þannig að nú sjáum við sóknarfæri í að efla og skilgreina þjónustuna. Við fögnum framtaki ráðherra að taka þjónustuna til gagngerrar endurskoðunar og treystum ráðherra til faglegra vinnubragða.“ Hann telur brýnt að einfalda rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að reksturinn verði færður til fagaðilanna sjálfra. Hann þakkar Rauða krossinum fyrir gott samstarf í gegnum árin og ítrekar mikilvægi endurnýjunar í tækjabúnaði. „Við viljum sjá þetta ríkisrekið, bara líkt og lögregluna, og við styðjum flutning verkefnisins til sveitarfélaga. En þá verður að tryggja rekstrarfé og það þarf að styrkja embætti utanssjúrahússlæknis á Íslandi,“ segir Stefán. Þótt óvissa ríki nú um framtíð sjúkrabílaþjónustu segir Stefán að ekki þurfi að óttast óvissan komi niður á þjónustunni. „Ég hef fulla trú á að ráðherra og fólk í utanspítalaþjónustu vinni þetta mál hratt, faglega og örugglega. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því.“ Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi væri í uppnámi eftir að ríkið tók ákvörðun um að Rauði krossinn hætti rekstri þeirra. Kostnaður ríkisins við yfirtökuna gæti hlaupið á hundruðum milljóna. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að þjónustan verði ríkisrekin. Sjúkraflutningamenn hafi upplifað sig sem olnbogabarn í kerfinu en nú sé lag að gera bragarbót á. Rauði kross íslands hefur sinnt rekstri sjúkrabíla hér á landi í 90 ár en stjórnvöld hafa ákveðið að taka reksturinn yfir. Var það vilji velferðarráðuneytisins að reksturinn yrði tekinn yfir í þrepum á þremur árum en því hafnar Rauði krossinn sem vill hætta strax.Sjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ekki liggur fyrir hvort Velferðarráðuneytið ætli að sjá um áframhaldandi rekstur eða hvort hann verði boðinn út. Stefán Pétursson, formaður landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sér þó tækifæri í breytingunum. „Við höfum svolítið upplifað okkur sem týnda starfsstétt og olnbogabarn í kerfinu þannig að nú sjáum við sóknarfæri í að efla og skilgreina þjónustuna. Við fögnum framtaki ráðherra að taka þjónustuna til gagngerrar endurskoðunar og treystum ráðherra til faglegra vinnubragða.“ Hann telur brýnt að einfalda rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að reksturinn verði færður til fagaðilanna sjálfra. Hann þakkar Rauða krossinum fyrir gott samstarf í gegnum árin og ítrekar mikilvægi endurnýjunar í tækjabúnaði. „Við viljum sjá þetta ríkisrekið, bara líkt og lögregluna, og við styðjum flutning verkefnisins til sveitarfélaga. En þá verður að tryggja rekstrarfé og það þarf að styrkja embætti utanssjúrahússlæknis á Íslandi,“ segir Stefán. Þótt óvissa ríki nú um framtíð sjúkrabílaþjónustu segir Stefán að ekki þurfi að óttast óvissan komi niður á þjónustunni. „Ég hef fulla trú á að ráðherra og fólk í utanspítalaþjónustu vinni þetta mál hratt, faglega og örugglega. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því.“ Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi væri í uppnámi eftir að ríkið tók ákvörðun um að Rauði krossinn hætti rekstri þeirra. Kostnaður ríkisins við yfirtökuna gæti hlaupið á hundruðum milljóna.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30