Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2018 20:45 Greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og Brexit, notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Vísir/AFP Greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og Brexit, notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar. Christopher Wylie, sem kom að stofnun fyrirtækisins og vann þar til 2014, segir tilgang þess hafa verið að nota persónugögn í pólitískum tilgangi. Fyrirtækið hafi notfært sér Facebook til öðlast upplýsingar um fólk og hafa áhrif á það. Fyrirtækið hefði verið stofnað í þeim tilgangi. Wylie hefur útvegað blaðamönnum og yfirvöldum upplýsingar sem innihalda meðal annars tölvupósta úr kerfi CA sem sýnir hvernig persónuupplýsingarnar voru notaðar.Sagðist ætla að nota gögnin til rannsókna Fyrirtækið keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Auðjöfurinn Robert Mercer á Cambridge Analytica og um tíma var fyrirtækinu stýrt af Steve Bannon, einum af helstu bandamönnum Trump.Vilja há menningarstríð „Reglur skipta þá engu máli,“ segir Wylie við New York Times. „Fyrir þeim er þetta stríð og allt er sanngjarnt. Þeir vilja há menningarstríð í Bandaríkjunum. Cambrigdge Analytica var ætlað að vera vopnabúr þeirra í því menningarstríði.“Á vef Guardian segir að starfsmenn Facebook hafi komist á snoðir um fyrirtækið á seinni hluta ársins 2015. Hins vegar hafi notendur ekki verið látnir vita og greip fyrirtækið ekki til afgerandi aðgerða til að koma höndum aftur yfir upplýsingarnar sem snúa að rúmlega 50 milljónum einstaklinga.New York Times segir að enn megi finna hluta gagnanna á netinu og CA býr yfir þeim enn, þrátt fyrir að hafa sagt starfsmönnum Facebook árið 2015 að þeim hefði verið eytt.Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA.Vísir/AFPUppljóstrunin vekur enn og aftur spurningar um þátt samfélagsmiðilsins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Ekki er langt síðan Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði þrettán Rússa fyrir að hafa meðal annars notað Facebook til að „upplýsingahernað“ gegn Bandaríkjunum, eins og það var orðað í ákærunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgKosningayfirvöld í Bretlandi og í Bandaríkjunum rannsaka nú málið. Forsvarsmenn Facebook og Cambridge Analytica sögðu þingmönnum í Bretlandi í síðasta mánuði að CA byggi ekki yfir og notaðist ekki við persónuupplýsingar frá Facebook.Skoða lagalega stöðu sína Facebook sendi frá sér tilkynningu í dag um að Kogan og Cambridge Analytica yrði meinaður aðgangur að samfélagsmiðlinum á meðan málið væri rannsakað. Þó kemur fram í umfjöllun Guardian að lögfræðingar Facebook sögðust vera að skoða lagalega stöðu fyrirtækisins vegna umfjöllunarinnar. Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA, hefur ítrekað neitað því að fyrirtækið hefði öðlast gögn um notendur Facebook. Fyrirtækið viðurkenndi það þó í tilkynningu til New York Times en kenndi Kogan um að hafa brotið reglur Facebook og sagði að upplýsingunum hefði verið eytt fyrir tveimur árum, um leið og í ljós kom að gögnin hefðu verið illa fengin. Fyrrverandi starfsmenn CA segja það þó ekki rétt og blaðamenn New York Times hafa séð gögnin og sannreynt að þeim hafi ekki verið eytt. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og Brexit, notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar. Christopher Wylie, sem kom að stofnun fyrirtækisins og vann þar til 2014, segir tilgang þess hafa verið að nota persónugögn í pólitískum tilgangi. Fyrirtækið hafi notfært sér Facebook til öðlast upplýsingar um fólk og hafa áhrif á það. Fyrirtækið hefði verið stofnað í þeim tilgangi. Wylie hefur útvegað blaðamönnum og yfirvöldum upplýsingar sem innihalda meðal annars tölvupósta úr kerfi CA sem sýnir hvernig persónuupplýsingarnar voru notaðar.Sagðist ætla að nota gögnin til rannsókna Fyrirtækið keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Auðjöfurinn Robert Mercer á Cambridge Analytica og um tíma var fyrirtækinu stýrt af Steve Bannon, einum af helstu bandamönnum Trump.Vilja há menningarstríð „Reglur skipta þá engu máli,“ segir Wylie við New York Times. „Fyrir þeim er þetta stríð og allt er sanngjarnt. Þeir vilja há menningarstríð í Bandaríkjunum. Cambrigdge Analytica var ætlað að vera vopnabúr þeirra í því menningarstríði.“Á vef Guardian segir að starfsmenn Facebook hafi komist á snoðir um fyrirtækið á seinni hluta ársins 2015. Hins vegar hafi notendur ekki verið látnir vita og greip fyrirtækið ekki til afgerandi aðgerða til að koma höndum aftur yfir upplýsingarnar sem snúa að rúmlega 50 milljónum einstaklinga.New York Times segir að enn megi finna hluta gagnanna á netinu og CA býr yfir þeim enn, þrátt fyrir að hafa sagt starfsmönnum Facebook árið 2015 að þeim hefði verið eytt.Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA.Vísir/AFPUppljóstrunin vekur enn og aftur spurningar um þátt samfélagsmiðilsins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Ekki er langt síðan Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði þrettán Rússa fyrir að hafa meðal annars notað Facebook til að „upplýsingahernað“ gegn Bandaríkjunum, eins og það var orðað í ákærunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgKosningayfirvöld í Bretlandi og í Bandaríkjunum rannsaka nú málið. Forsvarsmenn Facebook og Cambridge Analytica sögðu þingmönnum í Bretlandi í síðasta mánuði að CA byggi ekki yfir og notaðist ekki við persónuupplýsingar frá Facebook.Skoða lagalega stöðu sína Facebook sendi frá sér tilkynningu í dag um að Kogan og Cambridge Analytica yrði meinaður aðgangur að samfélagsmiðlinum á meðan málið væri rannsakað. Þó kemur fram í umfjöllun Guardian að lögfræðingar Facebook sögðust vera að skoða lagalega stöðu fyrirtækisins vegna umfjöllunarinnar. Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA, hefur ítrekað neitað því að fyrirtækið hefði öðlast gögn um notendur Facebook. Fyrirtækið viðurkenndi það þó í tilkynningu til New York Times en kenndi Kogan um að hafa brotið reglur Facebook og sagði að upplýsingunum hefði verið eytt fyrir tveimur árum, um leið og í ljós kom að gögnin hefðu verið illa fengin. Fyrrverandi starfsmenn CA segja það þó ekki rétt og blaðamenn New York Times hafa séð gögnin og sannreynt að þeim hafi ekki verið eytt.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira