Leggja til skattaafslátt á móti afborgunum af námslánum Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. mars 2018 13:15 Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar Ljósmynd/aðsend Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. Frumvarpið, sem nú hefur verið dreift til þingmanna, felur í sér breytingu á lögum um tekjuskatt. Þannig er lagt til að gjaldendum sem greiða niður námslán sín verði heimilaður frádráttur frá tekjuskattsstofni að sömu upphæð, en þó að hámarki upp á eina milljón króna á ári. Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, er aðalflutningsmaður frumvarpsins. „Þetta er breyting sem við teljum til þess fallna að auðvelda þeim sem eru að snúa inn á vinnumarkaðinn að námi loknu að koma sér fyrir í samfélaginu og stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, en sömuleiðis að auka bæði svigrúm og hvata fólks til að greiða niður námslánin sín hraðar en ella og auka þannig fjárstreymi til LÍN,“ segir Sigríður María.Tekjuávinningur af háskólamenntun hér á landi með því lægsta í heiminum Þannig hafa slæmar endurheimtur námslána lengi verið vandamál hjá LÍN, en með frumvarpinu vonast þingmennirnir til að sjóðurinn þurfi í minna mæli að reiða sig á framlög frá ríkinu og geti að sama skapi þjónustað núverandi námsmenn betur. Aðspurð hvort hún telji eðlilegt að lántakar fái skattaafslátt fyrir það eitt að endurgreiða lánið sitt bendir Sigríður María á að námslán hafi ákveðna sérstöðu m.v. önnur, auk þess sem huga þurfi að þeim samfélagslega ávinningi sem hlýst af menntun, sem þó skili sér oft í alltof litlum mæli í hærri launum. „Raunar þá er tekjuávinningur háskólanáms á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum í dag. Margar þeirra stétta sem við sem samfélag höfum hvað mesta þjóðfélagslega þörf fyrir, stéttir á borð við hjúkrunarfræðinga og kennara og svo mætti lengi telja, þetta eru stéttir sem gera kröfu um langt og kostnaðarsamt háskólanám sem endurspeglast að mjög litlu leyti í tekjum þeirra að námi loknu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að með tillögunum sé tekjulægri hópum veitt svigrúm til að greiða lán sín niður hraðar en ella, og draga þannig úr ýmsum aukakostnaði. „Þrátt fyrir að t.d. tekjutengdar afborganir séu mjög mikilvægt jöfnunartæki hafa þær þau áhrif að lánstími tekjulægri stétta lengist, sem síðan leiðir til verulega hærri fjármagnsgjalda.“ Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. Frumvarpið, sem nú hefur verið dreift til þingmanna, felur í sér breytingu á lögum um tekjuskatt. Þannig er lagt til að gjaldendum sem greiða niður námslán sín verði heimilaður frádráttur frá tekjuskattsstofni að sömu upphæð, en þó að hámarki upp á eina milljón króna á ári. Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, er aðalflutningsmaður frumvarpsins. „Þetta er breyting sem við teljum til þess fallna að auðvelda þeim sem eru að snúa inn á vinnumarkaðinn að námi loknu að koma sér fyrir í samfélaginu og stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, en sömuleiðis að auka bæði svigrúm og hvata fólks til að greiða niður námslánin sín hraðar en ella og auka þannig fjárstreymi til LÍN,“ segir Sigríður María.Tekjuávinningur af háskólamenntun hér á landi með því lægsta í heiminum Þannig hafa slæmar endurheimtur námslána lengi verið vandamál hjá LÍN, en með frumvarpinu vonast þingmennirnir til að sjóðurinn þurfi í minna mæli að reiða sig á framlög frá ríkinu og geti að sama skapi þjónustað núverandi námsmenn betur. Aðspurð hvort hún telji eðlilegt að lántakar fái skattaafslátt fyrir það eitt að endurgreiða lánið sitt bendir Sigríður María á að námslán hafi ákveðna sérstöðu m.v. önnur, auk þess sem huga þurfi að þeim samfélagslega ávinningi sem hlýst af menntun, sem þó skili sér oft í alltof litlum mæli í hærri launum. „Raunar þá er tekjuávinningur háskólanáms á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum í dag. Margar þeirra stétta sem við sem samfélag höfum hvað mesta þjóðfélagslega þörf fyrir, stéttir á borð við hjúkrunarfræðinga og kennara og svo mætti lengi telja, þetta eru stéttir sem gera kröfu um langt og kostnaðarsamt háskólanám sem endurspeglast að mjög litlu leyti í tekjum þeirra að námi loknu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að með tillögunum sé tekjulægri hópum veitt svigrúm til að greiða lán sín niður hraðar en ella, og draga þannig úr ýmsum aukakostnaði. „Þrátt fyrir að t.d. tekjutengdar afborganir séu mjög mikilvægt jöfnunartæki hafa þær þau áhrif að lánstími tekjulægri stétta lengist, sem síðan leiðir til verulega hærri fjármagnsgjalda.“
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira