Leggja til skattaafslátt á móti afborgunum af námslánum Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. mars 2018 13:15 Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar Ljósmynd/aðsend Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. Frumvarpið, sem nú hefur verið dreift til þingmanna, felur í sér breytingu á lögum um tekjuskatt. Þannig er lagt til að gjaldendum sem greiða niður námslán sín verði heimilaður frádráttur frá tekjuskattsstofni að sömu upphæð, en þó að hámarki upp á eina milljón króna á ári. Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, er aðalflutningsmaður frumvarpsins. „Þetta er breyting sem við teljum til þess fallna að auðvelda þeim sem eru að snúa inn á vinnumarkaðinn að námi loknu að koma sér fyrir í samfélaginu og stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, en sömuleiðis að auka bæði svigrúm og hvata fólks til að greiða niður námslánin sín hraðar en ella og auka þannig fjárstreymi til LÍN,“ segir Sigríður María.Tekjuávinningur af háskólamenntun hér á landi með því lægsta í heiminum Þannig hafa slæmar endurheimtur námslána lengi verið vandamál hjá LÍN, en með frumvarpinu vonast þingmennirnir til að sjóðurinn þurfi í minna mæli að reiða sig á framlög frá ríkinu og geti að sama skapi þjónustað núverandi námsmenn betur. Aðspurð hvort hún telji eðlilegt að lántakar fái skattaafslátt fyrir það eitt að endurgreiða lánið sitt bendir Sigríður María á að námslán hafi ákveðna sérstöðu m.v. önnur, auk þess sem huga þurfi að þeim samfélagslega ávinningi sem hlýst af menntun, sem þó skili sér oft í alltof litlum mæli í hærri launum. „Raunar þá er tekjuávinningur háskólanáms á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum í dag. Margar þeirra stétta sem við sem samfélag höfum hvað mesta þjóðfélagslega þörf fyrir, stéttir á borð við hjúkrunarfræðinga og kennara og svo mætti lengi telja, þetta eru stéttir sem gera kröfu um langt og kostnaðarsamt háskólanám sem endurspeglast að mjög litlu leyti í tekjum þeirra að námi loknu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að með tillögunum sé tekjulægri hópum veitt svigrúm til að greiða lán sín niður hraðar en ella, og draga þannig úr ýmsum aukakostnaði. „Þrátt fyrir að t.d. tekjutengdar afborganir séu mjög mikilvægt jöfnunartæki hafa þær þau áhrif að lánstími tekjulægri stétta lengist, sem síðan leiðir til verulega hærri fjármagnsgjalda.“ Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. Frumvarpið, sem nú hefur verið dreift til þingmanna, felur í sér breytingu á lögum um tekjuskatt. Þannig er lagt til að gjaldendum sem greiða niður námslán sín verði heimilaður frádráttur frá tekjuskattsstofni að sömu upphæð, en þó að hámarki upp á eina milljón króna á ári. Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, er aðalflutningsmaður frumvarpsins. „Þetta er breyting sem við teljum til þess fallna að auðvelda þeim sem eru að snúa inn á vinnumarkaðinn að námi loknu að koma sér fyrir í samfélaginu og stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, en sömuleiðis að auka bæði svigrúm og hvata fólks til að greiða niður námslánin sín hraðar en ella og auka þannig fjárstreymi til LÍN,“ segir Sigríður María.Tekjuávinningur af háskólamenntun hér á landi með því lægsta í heiminum Þannig hafa slæmar endurheimtur námslána lengi verið vandamál hjá LÍN, en með frumvarpinu vonast þingmennirnir til að sjóðurinn þurfi í minna mæli að reiða sig á framlög frá ríkinu og geti að sama skapi þjónustað núverandi námsmenn betur. Aðspurð hvort hún telji eðlilegt að lántakar fái skattaafslátt fyrir það eitt að endurgreiða lánið sitt bendir Sigríður María á að námslán hafi ákveðna sérstöðu m.v. önnur, auk þess sem huga þurfi að þeim samfélagslega ávinningi sem hlýst af menntun, sem þó skili sér oft í alltof litlum mæli í hærri launum. „Raunar þá er tekjuávinningur háskólanáms á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum í dag. Margar þeirra stétta sem við sem samfélag höfum hvað mesta þjóðfélagslega þörf fyrir, stéttir á borð við hjúkrunarfræðinga og kennara og svo mætti lengi telja, þetta eru stéttir sem gera kröfu um langt og kostnaðarsamt háskólanám sem endurspeglast að mjög litlu leyti í tekjum þeirra að námi loknu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að með tillögunum sé tekjulægri hópum veitt svigrúm til að greiða lán sín niður hraðar en ella, og draga þannig úr ýmsum aukakostnaði. „Þrátt fyrir að t.d. tekjutengdar afborganir séu mjög mikilvægt jöfnunartæki hafa þær þau áhrif að lánstími tekjulægri stétta lengist, sem síðan leiðir til verulega hærri fjármagnsgjalda.“
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira