Erlent

Bresk kona féll í stríðsátökum í Afrin-héraði

Birgir Olgeirsson skrifar
Hér má hersveitir Tyrkja fagna framgangi sínum í Afrin-héraði í Sýrlandi.
Hér má hersveitir Tyrkja fagna framgangi sínum í Afrin-héraði í Sýrlandi. Vísir/EPA

Bresk kona, sem barðist með hersveitum sýrlenskra Kúrda, féll í stríðsátökum í Afrin í Sýrlandi. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian.

Konan var hin 26 ára gamla Anna Campell sem var sjálfboðaliða í varnarliði kúrdískra kvenna, YPJ, sem eru systursamtök YPG, her sýrlenskra Kúrda, sem Íslendingurinn Haukur Hilmarsson barðist með.

Campell féll í flugskeytaárás Tyrkja á bílalest sem hún ferðaðist með í Afrin borg 16. mars síðastliðinn.

Guardian hefur eftir heimildarmönnum sínum að Campell hefði farið til Sýrlands til að berjast með Kúrdum gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Hún á að hafa grátbeðið yfirmenn sína í hernum um að fara til Afrin til að berjast gegn innrás Tyrkja í héraðið.

„Þeir neituðu í fyrstu en hún var hörð á því,“ hefur Guardian eftir heimildarmönnum sínum í YPJ. Er hún sögð hafa litað ljóst hár sitt svart til að láta minna á sér bera.

Guardian segir hana vera fyrsta Bretann til að láta lífið í átökum í Afrin-héraði frá því Tyrkir hófu innrás þar 20. janúar síðastliðinn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.