Ráðist á fanga á Litla-Hrauni Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. mars 2018 06:00 Páll WInkel, fangelsismálastjóri, staðfestir að atvikið hafi átt sér stað í gær. VÍSIR/E.ÓL. Veist var að manni sem situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni í gær og slegið til hans. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir að slíkt atvik hafi átt sér stað í gær, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um einstök atvik sem eiga sér stað innan veggja fangelsisins. Samkvæmt heimildum blaðsins er um að ræða starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Atvikið átti sér stað á sameiginlegu útisvæði á Litla-Hrauni, en öllu jafna eru menn sem afplána dóma fyrir kynferðisbrot eða sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um slík brot á sérstökum gangi í fangelsinu og undir ströngu eftirliti fangavarða. Samkvæmt heimildum er maðurinn ekki slasaður, en var nokkuð brugðið. Gleraugu hans skemmdust við atvikið. Gæsluvarðhald yfir manninum var framlengt um fjórar vikur þann 16. febrúar síðastliðinn. Hann var kærður til lögreglu í ágúst í fyrra fyrir áralöng kynferðisbrot gegn pilti. Vinnubrögð lögreglu voru gagnrýnd í málinu, því rannsókn hófst ekki fyrr en nokkrum mánuðum eftir að kæra barst og vinnuveitandi mannsins, Barnavernd Reykjavíkur, var ekki látin vita af ásökunum í garð mannsins fyrr en degi áður en hann var handtekinn í janúar síðastliðnum. Maðurinn er grunaður um brot gegn sjö börnum á árunum 1998 til 2012. Brotin geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Veist var að manni sem situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni í gær og slegið til hans. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir að slíkt atvik hafi átt sér stað í gær, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um einstök atvik sem eiga sér stað innan veggja fangelsisins. Samkvæmt heimildum blaðsins er um að ræða starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Atvikið átti sér stað á sameiginlegu útisvæði á Litla-Hrauni, en öllu jafna eru menn sem afplána dóma fyrir kynferðisbrot eða sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um slík brot á sérstökum gangi í fangelsinu og undir ströngu eftirliti fangavarða. Samkvæmt heimildum er maðurinn ekki slasaður, en var nokkuð brugðið. Gleraugu hans skemmdust við atvikið. Gæsluvarðhald yfir manninum var framlengt um fjórar vikur þann 16. febrúar síðastliðinn. Hann var kærður til lögreglu í ágúst í fyrra fyrir áralöng kynferðisbrot gegn pilti. Vinnubrögð lögreglu voru gagnrýnd í málinu, því rannsókn hófst ekki fyrr en nokkrum mánuðum eftir að kæra barst og vinnuveitandi mannsins, Barnavernd Reykjavíkur, var ekki látin vita af ásökunum í garð mannsins fyrr en degi áður en hann var handtekinn í janúar síðastliðnum. Maðurinn er grunaður um brot gegn sjö börnum á árunum 1998 til 2012. Brotin geta varðað allt að 16 ára fangelsi.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45