Fótbolti

Lifði af flugslys Chapecoense liðsins og fær nú nýjan samning hjá félaginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessir þrír leikmenn Chapecoense lifðu slysið af.
Þessir þrír leikmenn Chapecoense lifðu slysið af. Vísir/Getty
Alan Ruschel var einn af þremur leikmönnum brasilíska félagsins Chapecoense sem lifði af flugslys félagsins í loks ársins 2016.

Alls fórust nítján leikmenn og starfsmenn Chapecoense í flugslysinu í Kólumbíu en liðið var þá á leið í leik á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional í úrslitum Copa Sudamericana.

Alan Ruschel lifði af ásamt markverðinum Jakson Follmann og miðvörðurinn Neto. Aðeins sex komust af í þessu hræðilega slysi. Follmann missti fót í slysinu og spilar ekki fótbolta aftur en hinir tveir hafa snúið aftur í liðið.







Ruschel náði sér af meiðslum sínum og snéri aftur inn á fótboltavöllinn níu mánuðum eftir slysið þegar hann lék vináttuleik á móti Barcelona í ágúst 2017.

Hann er nú orðinn 28 ára gamall en fær nýjan samning hjá Chapecoense sem nær til ársins 2020.





Rui Costa, framkvæmdastjóri félagsins, sagði að um enga góðgerðastarfsemi væri að ræða.

„Hann komst í gegnum erfiðustu mögulegu áskorun í lífinu og náði að klæðast treyjunni á ný,“ sagði Rui Costa um Alan Ruschel.


Tengdar fréttir

Sögulegur sigur hjá Chapecoense

Brasilíska félagið Chapecoense vann í nótt sinn fyrsta sigur á erlendri grundu eftir að lið félagsins nánast þurrkaðist út í flugslysi í Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×