Barcelona vann toppslaginn á Spáni

Einar Sigurvinsson skrifar
Messi fagnar marki sínu í dag.
Messi fagnar marki sínu í dag. getty
Barcelona hafði betur gegn Atletico Madrid þegar tvö efstu lið spænsku úrvalsdeilarinnar mættust dag.

Á 26. mínútu leiksins skoraði Lionel Messi beint úr aukaspyrnu. Þetta var mark númer 600 sem Messi skorar á ferlinum.

Atletico gerði sig líklega til að skora í síðari hálfleik og náði einu sinni að setja boltann í netið, er varamaðurinn Kevin Gameiro skoraði en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Barcelona jók forystu sína á toppnum í átta stig með sigrinum og er enn taplaust á tímabilinu. Atletico er í öðru sæti deildarinnar með 61 stig, en þetta var aðeins annað tap liðsins á tímabilinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira