Reykjavík breyst úr úthverfisbæ í iðandi og nútímalega borg Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. mars 2018 09:00 Formaður Samfylkingarinnar segir getuleysi ríkisstjórnarinnar til að fjármagna bætt kjör almennings vera ömurlegt. Vísir/Ernir „Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir því hvaða þrekvirki hvert og eitt ykkar hefur unnið. Saman hefur okkur tekist að reisa flokkinn upp á hnén aftur,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er hann setti landsfund flokksins á Hótel Reykjavík Natura í í gær. Hann var endurkjörinn með öllu greiddum atkvæðum. „Það voru alls ekki allir sem spáðu því. Og fyrir það vil ég þakka ykkur öllum. Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast,“ sagði formaðurinn. Logi sagði að niðurstaða Samfylkingarinnar í þingkosningum haustið 2016 hafi verið reiðarslag. Þrátt fyrir það hafi flokkurinn náð að lifa af, meðal annars vegna þess að sveitarstjórnarfólkið hafi haldið fánanum á lofti, en eins og kunnugt er fjölgaði þingmönnum flokksins úr þremur í sjö í kosningunum í haust. „Án þeirra hefði þetta allt verið svo mikið erfiðara. Við stýrum sveitarfélögum víða um land og þá hafa fulltrúar okkar í minnihluta sýnt hressilegt andóf. En það er auðvitað á engan hallað þó ég nefni sérstaklega borgarstjórnarflokkinn í Reykjavík, sem vegna stærðar er okkar mikilvægasta vígi. Á okkar vakt og Reykjavíkurlistans hefur Reykjavík gjörbreyst, frá umkomulitlum úthverfabæ í iðandi, nútímalega borg. Þar hefur þétting byggðar skipt miklu og borgarlína mun reka smiðshöggið á,“ segir Logi. Hann segir þessa þróun ekki bara hafa verið skynsamlega af fjárhagslegum ástæðum. Borgin sé orðin fallegri og heilsusamlegri. Þá væru þessi áform líkleg til að bjarga ríkisstjórninni fyrir horn í loftslagsmálum. „Ekkert er minnst á hið byggða umhverfi í stjórnarsáttmálanum og nýr umhverfisráðherra hefur ekki gefið nein skýr fyrirheit í þeim efnum. Þrátt fyrir að þar sé einna mest að sækja í aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það er því mikilvægt að okkur vegni vel í vor: Í þeim kappleik munu eigast við fortíðin og framtíðin,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina hart fyrir að hafa ekki tekist að efla félagslegan stöðugleika. „Það að langstærstu aðildarfélögin innan ASÍ vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði hann og gagnrýndi jafnframt að vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa væri heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt frá eðlilegum viðmiðum. Svo sagði hann þingið ekki hafa bönd á sjálftöku þingmanna og birta upplýsingar seint eða alls ekki. „Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að hafa fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipanar heils nýs dómstigs.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir því hvaða þrekvirki hvert og eitt ykkar hefur unnið. Saman hefur okkur tekist að reisa flokkinn upp á hnén aftur,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er hann setti landsfund flokksins á Hótel Reykjavík Natura í í gær. Hann var endurkjörinn með öllu greiddum atkvæðum. „Það voru alls ekki allir sem spáðu því. Og fyrir það vil ég þakka ykkur öllum. Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast,“ sagði formaðurinn. Logi sagði að niðurstaða Samfylkingarinnar í þingkosningum haustið 2016 hafi verið reiðarslag. Þrátt fyrir það hafi flokkurinn náð að lifa af, meðal annars vegna þess að sveitarstjórnarfólkið hafi haldið fánanum á lofti, en eins og kunnugt er fjölgaði þingmönnum flokksins úr þremur í sjö í kosningunum í haust. „Án þeirra hefði þetta allt verið svo mikið erfiðara. Við stýrum sveitarfélögum víða um land og þá hafa fulltrúar okkar í minnihluta sýnt hressilegt andóf. En það er auðvitað á engan hallað þó ég nefni sérstaklega borgarstjórnarflokkinn í Reykjavík, sem vegna stærðar er okkar mikilvægasta vígi. Á okkar vakt og Reykjavíkurlistans hefur Reykjavík gjörbreyst, frá umkomulitlum úthverfabæ í iðandi, nútímalega borg. Þar hefur þétting byggðar skipt miklu og borgarlína mun reka smiðshöggið á,“ segir Logi. Hann segir þessa þróun ekki bara hafa verið skynsamlega af fjárhagslegum ástæðum. Borgin sé orðin fallegri og heilsusamlegri. Þá væru þessi áform líkleg til að bjarga ríkisstjórninni fyrir horn í loftslagsmálum. „Ekkert er minnst á hið byggða umhverfi í stjórnarsáttmálanum og nýr umhverfisráðherra hefur ekki gefið nein skýr fyrirheit í þeim efnum. Þrátt fyrir að þar sé einna mest að sækja í aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það er því mikilvægt að okkur vegni vel í vor: Í þeim kappleik munu eigast við fortíðin og framtíðin,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina hart fyrir að hafa ekki tekist að efla félagslegan stöðugleika. „Það að langstærstu aðildarfélögin innan ASÍ vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði hann og gagnrýndi jafnframt að vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa væri heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt frá eðlilegum viðmiðum. Svo sagði hann þingið ekki hafa bönd á sjálftöku þingmanna og birta upplýsingar seint eða alls ekki. „Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að hafa fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipanar heils nýs dómstigs.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira