Reykjavík breyst úr úthverfisbæ í iðandi og nútímalega borg Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. mars 2018 09:00 Formaður Samfylkingarinnar segir getuleysi ríkisstjórnarinnar til að fjármagna bætt kjör almennings vera ömurlegt. Vísir/Ernir „Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir því hvaða þrekvirki hvert og eitt ykkar hefur unnið. Saman hefur okkur tekist að reisa flokkinn upp á hnén aftur,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er hann setti landsfund flokksins á Hótel Reykjavík Natura í í gær. Hann var endurkjörinn með öllu greiddum atkvæðum. „Það voru alls ekki allir sem spáðu því. Og fyrir það vil ég þakka ykkur öllum. Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast,“ sagði formaðurinn. Logi sagði að niðurstaða Samfylkingarinnar í þingkosningum haustið 2016 hafi verið reiðarslag. Þrátt fyrir það hafi flokkurinn náð að lifa af, meðal annars vegna þess að sveitarstjórnarfólkið hafi haldið fánanum á lofti, en eins og kunnugt er fjölgaði þingmönnum flokksins úr þremur í sjö í kosningunum í haust. „Án þeirra hefði þetta allt verið svo mikið erfiðara. Við stýrum sveitarfélögum víða um land og þá hafa fulltrúar okkar í minnihluta sýnt hressilegt andóf. En það er auðvitað á engan hallað þó ég nefni sérstaklega borgarstjórnarflokkinn í Reykjavík, sem vegna stærðar er okkar mikilvægasta vígi. Á okkar vakt og Reykjavíkurlistans hefur Reykjavík gjörbreyst, frá umkomulitlum úthverfabæ í iðandi, nútímalega borg. Þar hefur þétting byggðar skipt miklu og borgarlína mun reka smiðshöggið á,“ segir Logi. Hann segir þessa þróun ekki bara hafa verið skynsamlega af fjárhagslegum ástæðum. Borgin sé orðin fallegri og heilsusamlegri. Þá væru þessi áform líkleg til að bjarga ríkisstjórninni fyrir horn í loftslagsmálum. „Ekkert er minnst á hið byggða umhverfi í stjórnarsáttmálanum og nýr umhverfisráðherra hefur ekki gefið nein skýr fyrirheit í þeim efnum. Þrátt fyrir að þar sé einna mest að sækja í aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það er því mikilvægt að okkur vegni vel í vor: Í þeim kappleik munu eigast við fortíðin og framtíðin,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina hart fyrir að hafa ekki tekist að efla félagslegan stöðugleika. „Það að langstærstu aðildarfélögin innan ASÍ vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði hann og gagnrýndi jafnframt að vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa væri heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt frá eðlilegum viðmiðum. Svo sagði hann þingið ekki hafa bönd á sjálftöku þingmanna og birta upplýsingar seint eða alls ekki. „Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að hafa fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipanar heils nýs dómstigs.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir því hvaða þrekvirki hvert og eitt ykkar hefur unnið. Saman hefur okkur tekist að reisa flokkinn upp á hnén aftur,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er hann setti landsfund flokksins á Hótel Reykjavík Natura í í gær. Hann var endurkjörinn með öllu greiddum atkvæðum. „Það voru alls ekki allir sem spáðu því. Og fyrir það vil ég þakka ykkur öllum. Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast,“ sagði formaðurinn. Logi sagði að niðurstaða Samfylkingarinnar í þingkosningum haustið 2016 hafi verið reiðarslag. Þrátt fyrir það hafi flokkurinn náð að lifa af, meðal annars vegna þess að sveitarstjórnarfólkið hafi haldið fánanum á lofti, en eins og kunnugt er fjölgaði þingmönnum flokksins úr þremur í sjö í kosningunum í haust. „Án þeirra hefði þetta allt verið svo mikið erfiðara. Við stýrum sveitarfélögum víða um land og þá hafa fulltrúar okkar í minnihluta sýnt hressilegt andóf. En það er auðvitað á engan hallað þó ég nefni sérstaklega borgarstjórnarflokkinn í Reykjavík, sem vegna stærðar er okkar mikilvægasta vígi. Á okkar vakt og Reykjavíkurlistans hefur Reykjavík gjörbreyst, frá umkomulitlum úthverfabæ í iðandi, nútímalega borg. Þar hefur þétting byggðar skipt miklu og borgarlína mun reka smiðshöggið á,“ segir Logi. Hann segir þessa þróun ekki bara hafa verið skynsamlega af fjárhagslegum ástæðum. Borgin sé orðin fallegri og heilsusamlegri. Þá væru þessi áform líkleg til að bjarga ríkisstjórninni fyrir horn í loftslagsmálum. „Ekkert er minnst á hið byggða umhverfi í stjórnarsáttmálanum og nýr umhverfisráðherra hefur ekki gefið nein skýr fyrirheit í þeim efnum. Þrátt fyrir að þar sé einna mest að sækja í aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það er því mikilvægt að okkur vegni vel í vor: Í þeim kappleik munu eigast við fortíðin og framtíðin,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina hart fyrir að hafa ekki tekist að efla félagslegan stöðugleika. „Það að langstærstu aðildarfélögin innan ASÍ vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði hann og gagnrýndi jafnframt að vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa væri heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt frá eðlilegum viðmiðum. Svo sagði hann þingið ekki hafa bönd á sjálftöku þingmanna og birta upplýsingar seint eða alls ekki. „Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að hafa fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipanar heils nýs dómstigs.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent