Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Þórdís Valsdóttir skrifar 4. mars 2018 21:15 Silvio Berlusconi kveðst ekki hafa séð konuna sem stökk upp á borð á kjörstað og hrópaði „Tími þinn er liðinn Berlusconi“. Vísir/afp Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. Konan var berbrjósta með áletrun á barmi sínum og hrópaði „Tími þinn er útrunninn. Tími þinn er liðinn Berlusconi!“. Mótmælandinn tilheyrir femínistahópnum Femen. Berlusconi sagði að atvikinu loknu að konan hafi farið svo fljótt að hann hafi ekki fengið tækifæri til að sjá hana en konan stökk upp á borð, lyfti höndum og hrópaði að fyrrverandi forsætisráðherranum. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan.Á barmi konunnar segir „Berlusconi þú ert útrunninn“.Vísir/afpKjörstaðir í þingkosningunum á Ítalíu voru opnaðir í morgun en búist er við því að mið-hægri bandalag Berlusconi fái flest atkvæði. Engum einum flokki eða flokkabandalagi er spáð meirihluta þingsæta og óttast margir að erfitt verði að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Kosningin er sögð sú óútreiknanlegasta í Ítalíu um árabil. Berlusconi hefur heitið því að nái kosningabandalag hans kjöri mun um það bil 600 þúsund innflytjendum, sem komið hafa ólöglega til Ítalíu, verða vísað úr landi. Fleiri en 46 milljónir hafa kosningarétt í þingkosningunum, þar með taldir ítalskir ríkisborgarar sem greitt höfðu atkvæði utan kjörfundar. Kjörstaðir loka klukkan ellefu í kvöld á staðartíma og hafa borgaryfirvöld í Róm hvatt kjósendur til að mæta tímanlega á kjörstað vegna þess að langar raðir hafa myndast þar og á kjörstöðum um land allt. Silvio Berlusconi, sem er 81 árs gamall, hefur gegnt embætti forsætisráðherra fjórum sinnum áður. Nái flokkur hans kjöri nú mun hann ekki geta gegnt embætti fyrr en á næsta ári vegna skattalagabrots sem hann var dæmdur fyrir árið 2012. Fyrstu tölur eru væntanlegar snemma á morgun. Tengdar fréttir Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. Konan var berbrjósta með áletrun á barmi sínum og hrópaði „Tími þinn er útrunninn. Tími þinn er liðinn Berlusconi!“. Mótmælandinn tilheyrir femínistahópnum Femen. Berlusconi sagði að atvikinu loknu að konan hafi farið svo fljótt að hann hafi ekki fengið tækifæri til að sjá hana en konan stökk upp á borð, lyfti höndum og hrópaði að fyrrverandi forsætisráðherranum. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan.Á barmi konunnar segir „Berlusconi þú ert útrunninn“.Vísir/afpKjörstaðir í þingkosningunum á Ítalíu voru opnaðir í morgun en búist er við því að mið-hægri bandalag Berlusconi fái flest atkvæði. Engum einum flokki eða flokkabandalagi er spáð meirihluta þingsæta og óttast margir að erfitt verði að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Kosningin er sögð sú óútreiknanlegasta í Ítalíu um árabil. Berlusconi hefur heitið því að nái kosningabandalag hans kjöri mun um það bil 600 þúsund innflytjendum, sem komið hafa ólöglega til Ítalíu, verða vísað úr landi. Fleiri en 46 milljónir hafa kosningarétt í þingkosningunum, þar með taldir ítalskir ríkisborgarar sem greitt höfðu atkvæði utan kjörfundar. Kjörstaðir loka klukkan ellefu í kvöld á staðartíma og hafa borgaryfirvöld í Róm hvatt kjósendur til að mæta tímanlega á kjörstað vegna þess að langar raðir hafa myndast þar og á kjörstöðum um land allt. Silvio Berlusconi, sem er 81 árs gamall, hefur gegnt embætti forsætisráðherra fjórum sinnum áður. Nái flokkur hans kjöri nú mun hann ekki geta gegnt embætti fyrr en á næsta ári vegna skattalagabrots sem hann var dæmdur fyrir árið 2012. Fyrstu tölur eru væntanlegar snemma á morgun.
Tengdar fréttir Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00