Fótbolti

Dauði Astori rannsakaður sem mögulegt manndráp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Astori í leik með Fiorentina í síðasta mánuði.
Astori í leik með Fiorentina í síðasta mánuði. vísir/getty
Þær fréttir bárust frá Ítalíu í hádeginu að Davide Astori, fyrirliða Fiorentina, hafi hugsanlega verið ráðinn bani um nýliðna helgi.

Í fyrstu benti fátt til annars en að hann hefði látist af hjartaáfalli. Ekkert var talað um þann möguleika að hann hefði látist af öðrum orsökum en hann veiktist á dögunum.

Nú hefur saksóknaraembættið í Udine hafið rannsókn á mögulegu manndrápi. Saksóknaraembættið heldur þó spilunum þétt að sér og gefur ekki mikið upp.

Lík Astori verður krufið í þessari viku og eftir krufninguna ætti meira að liggja fyrir í málinu. Til þess að geta farið fram á krufningu þarf að hefja lögreglurannsókn og enginn liggur undir grun eins og staðan er í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×