Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 21:21 Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. Fólki í alvarlegu geðrofi og undir áhrifum vímuefna sé ekki vísað frá spítalanum. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi í Fréttum Stöðvar 2 um helgina að úrræðaleysi ríkti í málefnum fólks sem væri í geðrofi og undir áhrifum vímuefna. Tilfellum fari fjölgandi þar sem því sé komið fyrir í fangaklefa, í stað þess að fá vistun á heilbrigðisstofnun. Í sama streng tók Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar en með þessu væri brotið á mannréttindum fólks. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans vísar þessu algjörlega á bug. „Þetta er bara alrangt. Ég sé fólk á hverjum degi sem glímir við fíknivanda og er með geðrof. Sumir með geðrofssjúkdóma en alls ekki allir. Þannig að þetta er bara rangt. Það er ekki þannig að við flytjum eða látum flytja fólk sem er undir áhrifum eða í geðrofi í fangaklefa í staðinn fyrir að leggja það hér inn hjá okkur. Það eru allir metnir og ef fólk er í alvarlegu geðrofi til dæmis þá eru flestallir lagðir inn hjá okkur, jafnvel þó það sé undir áhrifum vímuefna.“Tryggja öryggi sjúklings Halldóra segir að farið sé eftir verkreglum þegar fólk leiti til spítalans og ef um brátt hættuástand er að ræða sé málið strax sett í forgang til að tryggja öryggi sjúklings. „Við sjáum það að fólk er meira í neyslu harðari efna. Það er meira kókaín í umferð, sérstaklega, heldur en hefur verið árum saman. Ef ég má orða það þannig þá er það stundum þannig að fólk sem er í harðri neyslu af þessum efnum, það er ákveðinn tryllingur stundum.“ Hún segir mikilvægt að tekið sé heildrænt á vandanum og þar þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt. „Að samfélagið í raun geri sér grein fyrir hvað þetta sé alvarlegur vandi og hvað það er mikið af hörðum efnum í neyslu. Það verði meira heildrænt tekið á þessum vanda.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. Fólki í alvarlegu geðrofi og undir áhrifum vímuefna sé ekki vísað frá spítalanum. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi í Fréttum Stöðvar 2 um helgina að úrræðaleysi ríkti í málefnum fólks sem væri í geðrofi og undir áhrifum vímuefna. Tilfellum fari fjölgandi þar sem því sé komið fyrir í fangaklefa, í stað þess að fá vistun á heilbrigðisstofnun. Í sama streng tók Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar en með þessu væri brotið á mannréttindum fólks. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans vísar þessu algjörlega á bug. „Þetta er bara alrangt. Ég sé fólk á hverjum degi sem glímir við fíknivanda og er með geðrof. Sumir með geðrofssjúkdóma en alls ekki allir. Þannig að þetta er bara rangt. Það er ekki þannig að við flytjum eða látum flytja fólk sem er undir áhrifum eða í geðrofi í fangaklefa í staðinn fyrir að leggja það hér inn hjá okkur. Það eru allir metnir og ef fólk er í alvarlegu geðrofi til dæmis þá eru flestallir lagðir inn hjá okkur, jafnvel þó það sé undir áhrifum vímuefna.“Tryggja öryggi sjúklings Halldóra segir að farið sé eftir verkreglum þegar fólk leiti til spítalans og ef um brátt hættuástand er að ræða sé málið strax sett í forgang til að tryggja öryggi sjúklings. „Við sjáum það að fólk er meira í neyslu harðari efna. Það er meira kókaín í umferð, sérstaklega, heldur en hefur verið árum saman. Ef ég má orða það þannig þá er það stundum þannig að fólk sem er í harðri neyslu af þessum efnum, það er ákveðinn tryllingur stundum.“ Hún segir mikilvægt að tekið sé heildrænt á vandanum og þar þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt. „Að samfélagið í raun geri sér grein fyrir hvað þetta sé alvarlegur vandi og hvað það er mikið af hörðum efnum í neyslu. Það verði meira heildrænt tekið á þessum vanda.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37
Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00