Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 21:21 Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. Fólki í alvarlegu geðrofi og undir áhrifum vímuefna sé ekki vísað frá spítalanum. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi í Fréttum Stöðvar 2 um helgina að úrræðaleysi ríkti í málefnum fólks sem væri í geðrofi og undir áhrifum vímuefna. Tilfellum fari fjölgandi þar sem því sé komið fyrir í fangaklefa, í stað þess að fá vistun á heilbrigðisstofnun. Í sama streng tók Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar en með þessu væri brotið á mannréttindum fólks. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans vísar þessu algjörlega á bug. „Þetta er bara alrangt. Ég sé fólk á hverjum degi sem glímir við fíknivanda og er með geðrof. Sumir með geðrofssjúkdóma en alls ekki allir. Þannig að þetta er bara rangt. Það er ekki þannig að við flytjum eða látum flytja fólk sem er undir áhrifum eða í geðrofi í fangaklefa í staðinn fyrir að leggja það hér inn hjá okkur. Það eru allir metnir og ef fólk er í alvarlegu geðrofi til dæmis þá eru flestallir lagðir inn hjá okkur, jafnvel þó það sé undir áhrifum vímuefna.“Tryggja öryggi sjúklings Halldóra segir að farið sé eftir verkreglum þegar fólk leiti til spítalans og ef um brátt hættuástand er að ræða sé málið strax sett í forgang til að tryggja öryggi sjúklings. „Við sjáum það að fólk er meira í neyslu harðari efna. Það er meira kókaín í umferð, sérstaklega, heldur en hefur verið árum saman. Ef ég má orða það þannig þá er það stundum þannig að fólk sem er í harðri neyslu af þessum efnum, það er ákveðinn tryllingur stundum.“ Hún segir mikilvægt að tekið sé heildrænt á vandanum og þar þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt. „Að samfélagið í raun geri sér grein fyrir hvað þetta sé alvarlegur vandi og hvað það er mikið af hörðum efnum í neyslu. Það verði meira heildrænt tekið á þessum vanda.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Sjá meira
Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. Fólki í alvarlegu geðrofi og undir áhrifum vímuefna sé ekki vísað frá spítalanum. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi í Fréttum Stöðvar 2 um helgina að úrræðaleysi ríkti í málefnum fólks sem væri í geðrofi og undir áhrifum vímuefna. Tilfellum fari fjölgandi þar sem því sé komið fyrir í fangaklefa, í stað þess að fá vistun á heilbrigðisstofnun. Í sama streng tók Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar en með þessu væri brotið á mannréttindum fólks. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans vísar þessu algjörlega á bug. „Þetta er bara alrangt. Ég sé fólk á hverjum degi sem glímir við fíknivanda og er með geðrof. Sumir með geðrofssjúkdóma en alls ekki allir. Þannig að þetta er bara rangt. Það er ekki þannig að við flytjum eða látum flytja fólk sem er undir áhrifum eða í geðrofi í fangaklefa í staðinn fyrir að leggja það hér inn hjá okkur. Það eru allir metnir og ef fólk er í alvarlegu geðrofi til dæmis þá eru flestallir lagðir inn hjá okkur, jafnvel þó það sé undir áhrifum vímuefna.“Tryggja öryggi sjúklings Halldóra segir að farið sé eftir verkreglum þegar fólk leiti til spítalans og ef um brátt hættuástand er að ræða sé málið strax sett í forgang til að tryggja öryggi sjúklings. „Við sjáum það að fólk er meira í neyslu harðari efna. Það er meira kókaín í umferð, sérstaklega, heldur en hefur verið árum saman. Ef ég má orða það þannig þá er það stundum þannig að fólk sem er í harðri neyslu af þessum efnum, það er ákveðinn tryllingur stundum.“ Hún segir mikilvægt að tekið sé heildrænt á vandanum og þar þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt. „Að samfélagið í raun geri sér grein fyrir hvað þetta sé alvarlegur vandi og hvað það er mikið af hörðum efnum í neyslu. Það verði meira heildrænt tekið á þessum vanda.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Sjá meira
Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37
Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00