Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 08:26 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eins og fram kom á þingi í gær. Samfylkingin og Píratar hafa hins vegar lagt fram vantrauststillögu gegn ráðherranum. vísir/hanna Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum. Stjórnarandstöðuflokkarnir fimm funduðu um vantraust á ráðherrann í gær og veltu því upp hvort allir flokkarnir ættu að standa sameiginlega að tillögu um slíkt. Úr því verður ekki heldur leggja Samfylkingin og Píratar fram tillöguna en reikna má með að þorri þingmanna stjórnarandstöðunnar styðji vantraust á Sigríði. Óljóst er hvað þingmenn Flokks fólksins gera en Inga Sæland, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að flokkurinn vildi stíga varlega til jarðar og ekki taka neinar afgerandi ákvarðanir fyrr en að niðurstaða Hæstaréttar í dómsmáli sem snýr að vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur, Landsréttardómara, liggur fyrir. Þá er spurning hvort einhverjir stjórnarliðar styðji slíka tillögu, en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lýsti því yfir á þingi í gær að hún bæri fullt traust til allra ráðherra í ríkisstjórn, þar á meðal Sigríðar Andersen. Tillagan var send inn til skrifstofu Alþingis skömmu fyrir miðnætti í nótt. Hvenær tillagan verður tekin fyrir liggur er ekki ljóst en gera má ráð fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, fundi með forsvarasmönnum flokkanna á þingi nú í morgunsárið en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar á dagskrá við fyrsta tækifæri. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða tveimur dómurum miskabætur vegna málsins en þeir voru á meðal fjögurra dómara sem metnir voru hæfastir af dómnefnd en ráðherra skipti út fyrir aðra. Hinir dómararnir tveir sem skipt var út hafa einnig höfðað mál gegn ríkinu.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum. Stjórnarandstöðuflokkarnir fimm funduðu um vantraust á ráðherrann í gær og veltu því upp hvort allir flokkarnir ættu að standa sameiginlega að tillögu um slíkt. Úr því verður ekki heldur leggja Samfylkingin og Píratar fram tillöguna en reikna má með að þorri þingmanna stjórnarandstöðunnar styðji vantraust á Sigríði. Óljóst er hvað þingmenn Flokks fólksins gera en Inga Sæland, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að flokkurinn vildi stíga varlega til jarðar og ekki taka neinar afgerandi ákvarðanir fyrr en að niðurstaða Hæstaréttar í dómsmáli sem snýr að vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur, Landsréttardómara, liggur fyrir. Þá er spurning hvort einhverjir stjórnarliðar styðji slíka tillögu, en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lýsti því yfir á þingi í gær að hún bæri fullt traust til allra ráðherra í ríkisstjórn, þar á meðal Sigríðar Andersen. Tillagan var send inn til skrifstofu Alþingis skömmu fyrir miðnætti í nótt. Hvenær tillagan verður tekin fyrir liggur er ekki ljóst en gera má ráð fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, fundi með forsvarasmönnum flokkanna á þingi nú í morgunsárið en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar á dagskrá við fyrsta tækifæri. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða tveimur dómurum miskabætur vegna málsins en þeir voru á meðal fjögurra dómara sem metnir voru hæfastir af dómnefnd en ráðherra skipti út fyrir aðra. Hinir dómararnir tveir sem skipt var út hafa einnig höfðað mál gegn ríkinu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21