Óvæntar skuldir sprengdu samningaviðræðurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2018 07:19 Harvey Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið óáreittur. VÍSIR/AFP Tilraunir til að bjarga framleiðslufyrirtækinu The Weinstein Company frá gjaldþroti runnu út í sandinn á ögurstundu. Vísir greindi frá því á dögunum að athafnakonan Maria Contreras-Sweet færi fyrir hópi fjárfesta sem ætlaði sér að kaupa allar eignir fyrirtækisins. Það hefur átt erfitt uppdráttar eftir að sögur af kynferðisbrotum stofnanda fyrirtækisins, kvikmyndaframleiðandands Harvey Weinstein, heltóku umræðuna vestanhafs undir lok síðasta árs. Nú er hins vegar komið í ljós að fjárfestahópurinn hætti við kaupin á síðustu stundu. Kornið sem fyllti mælinn voru himinháar skuldir fyrirtækisins sem voru vanáætlaðar á fyrri stigum samningaviðræðnanna. Upphaflega var talið að skuldirnar næmu 225 milljónum dala, rúmlega 22 og hálfum miljarði króna, en þær reyndust í raun vera um 280 milljónir dala, þ.e. 28 milljarðar íslenskra króna. Sjá einnig: Konur taka við völdum í fyrirtæki WeinsteinFjárfestahópurinn sagðist reiðubúinn að greiða 500 milljónir dala, 50 milljarða króna, fyrir allt eignasafn fyrirtækisins. Þar á meðal er rétturinn að rúmlega 200 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Þá átti hluti kaupverðsins að renna í styrktarsjóð fyrir þolendur Weinstein. Í yfirlýsingu frá Contreras-Sweet segir að fjárfestahópurinn hafi neyðst til að hætta samningaviðræðunum á lokametrunum vegna upplýsinga sem ollu hópnum „vonbrigðum.“ Ef af kaupunum hefði orðið sagði Contreras-Sweet að konur myndu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu og að bjarga mætti um 150 störfum. Nú virðist hins vegar allt stefna, aftur, í gjaldþrot framleiðslufyrirtækisins. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. mars 2018 08:34 Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira
Tilraunir til að bjarga framleiðslufyrirtækinu The Weinstein Company frá gjaldþroti runnu út í sandinn á ögurstundu. Vísir greindi frá því á dögunum að athafnakonan Maria Contreras-Sweet færi fyrir hópi fjárfesta sem ætlaði sér að kaupa allar eignir fyrirtækisins. Það hefur átt erfitt uppdráttar eftir að sögur af kynferðisbrotum stofnanda fyrirtækisins, kvikmyndaframleiðandands Harvey Weinstein, heltóku umræðuna vestanhafs undir lok síðasta árs. Nú er hins vegar komið í ljós að fjárfestahópurinn hætti við kaupin á síðustu stundu. Kornið sem fyllti mælinn voru himinháar skuldir fyrirtækisins sem voru vanáætlaðar á fyrri stigum samningaviðræðnanna. Upphaflega var talið að skuldirnar næmu 225 milljónum dala, rúmlega 22 og hálfum miljarði króna, en þær reyndust í raun vera um 280 milljónir dala, þ.e. 28 milljarðar íslenskra króna. Sjá einnig: Konur taka við völdum í fyrirtæki WeinsteinFjárfestahópurinn sagðist reiðubúinn að greiða 500 milljónir dala, 50 milljarða króna, fyrir allt eignasafn fyrirtækisins. Þar á meðal er rétturinn að rúmlega 200 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Þá átti hluti kaupverðsins að renna í styrktarsjóð fyrir þolendur Weinstein. Í yfirlýsingu frá Contreras-Sweet segir að fjárfestahópurinn hafi neyðst til að hætta samningaviðræðunum á lokametrunum vegna upplýsinga sem ollu hópnum „vonbrigðum.“ Ef af kaupunum hefði orðið sagði Contreras-Sweet að konur myndu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu og að bjarga mætti um 150 störfum. Nú virðist hins vegar allt stefna, aftur, í gjaldþrot framleiðslufyrirtækisins.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. mars 2018 08:34 Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira
Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. mars 2018 08:34
Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36