Vala Kristín opnar sig um átröskun, þunglyndi og kvíða Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. mars 2018 09:00 Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona tekur þátt í herferðinni #HUGUÐ. Visir/AntonBrink „Ég varð háð þeirri tilfinningu að sjá áþreifanlegan árangur á líkama mínum. Ég upplifði fullkomna stjórn og sú tilfinning var eins og víma. En svo fór það að vinna á móti mér,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir þáttagerðar- og leikkona í einlægu viðtali um átröskunina sem hún barðist við. Viðtalið birtist á vefnum geðfræðsla.is en Vala Kristín er ein af sjö einstaklingunum sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig hún myndaði fullkomnunaráráttu gagnvart bæði mat og líkamsrækt. Eftir sambandsslit ákvað hún svo að leita sér hjálpar. „Þegar maður á í nánum samskiptum er erfitt að fela eitrið sem býr innra með manni. Ég gat ekki tekið við ástinni því ég hafði misst áhugann á sjálfri mér. Það fór að grafa undan nándinni og getunni til að vera frjáls í ástinni. Ég fór að upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og allt í einu gafst ég upp, tók upp símann og spurði BUGL: Hvað geri ég ef ég held að ég sé með átröskun?“Skömm og sjálfshatur Vala Kristín tókst á við átröskunina hjá sálfræðingi í tvö ár en segir að eins og með alla fíknisjúkdóma sé henni aldrei batnað, hún sé þó í stöðugum bata. „Átröskun er í raun stjórnunarfíkn. Ég faldi það fyrir fjölskyldu og vinum, fékk þráhyggju fyrir viðfangsefninu, upplifði skömm og sjálfshatur. Eftir alla þessa vinnu kom ég út alveg jafn rugluð en síðan þá hafa púslin verið að leggjast saman.“ Kvíða- og þunglyndislyf hafa svo hjálpað henni mikið síðasta árið. „Það var punkturinn yfir i-ið í mínum bata. Það hefur bjargað lífinu mínu.“ Vala Kristín segir að það séu margir í þessari stöðu og það sé til fullt af úrræðum. „Ég var hrædd við að fara í bata af því að ég var búin að reikna það út í hausnum á mér að ef ég myndi slaka á reipinu þá myndi ég byrja að bæta á mig og svo myndi ég bara halda áfram að bæta á mig út í hið óendanlega. Ég myndi bara enda með offituvandamál. Og af tvennu illu þá hugsaði ég að það væri betra að vera of mjó. En þegar maður lærir að hlusta á sjálfan sig, borða þegar ég er svöng og hætta þegar ég er södd, þá finnur líkaminn mína kjörþyngd. Ég þarf ekki að stjórna öllu. Við erum með þennan magnaða líkama með innri klukku.“ Viðtalið má lesa í heild sinni á nýjum vef geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is Heilbrigðismál Tengdar fréttir Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. 2. júlí 2015 15:19 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
„Ég varð háð þeirri tilfinningu að sjá áþreifanlegan árangur á líkama mínum. Ég upplifði fullkomna stjórn og sú tilfinning var eins og víma. En svo fór það að vinna á móti mér,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir þáttagerðar- og leikkona í einlægu viðtali um átröskunina sem hún barðist við. Viðtalið birtist á vefnum geðfræðsla.is en Vala Kristín er ein af sjö einstaklingunum sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig hún myndaði fullkomnunaráráttu gagnvart bæði mat og líkamsrækt. Eftir sambandsslit ákvað hún svo að leita sér hjálpar. „Þegar maður á í nánum samskiptum er erfitt að fela eitrið sem býr innra með manni. Ég gat ekki tekið við ástinni því ég hafði misst áhugann á sjálfri mér. Það fór að grafa undan nándinni og getunni til að vera frjáls í ástinni. Ég fór að upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og allt í einu gafst ég upp, tók upp símann og spurði BUGL: Hvað geri ég ef ég held að ég sé með átröskun?“Skömm og sjálfshatur Vala Kristín tókst á við átröskunina hjá sálfræðingi í tvö ár en segir að eins og með alla fíknisjúkdóma sé henni aldrei batnað, hún sé þó í stöðugum bata. „Átröskun er í raun stjórnunarfíkn. Ég faldi það fyrir fjölskyldu og vinum, fékk þráhyggju fyrir viðfangsefninu, upplifði skömm og sjálfshatur. Eftir alla þessa vinnu kom ég út alveg jafn rugluð en síðan þá hafa púslin verið að leggjast saman.“ Kvíða- og þunglyndislyf hafa svo hjálpað henni mikið síðasta árið. „Það var punkturinn yfir i-ið í mínum bata. Það hefur bjargað lífinu mínu.“ Vala Kristín segir að það séu margir í þessari stöðu og það sé til fullt af úrræðum. „Ég var hrædd við að fara í bata af því að ég var búin að reikna það út í hausnum á mér að ef ég myndi slaka á reipinu þá myndi ég byrja að bæta á mig og svo myndi ég bara halda áfram að bæta á mig út í hið óendanlega. Ég myndi bara enda með offituvandamál. Og af tvennu illu þá hugsaði ég að það væri betra að vera of mjó. En þegar maður lærir að hlusta á sjálfan sig, borða þegar ég er svöng og hætta þegar ég er södd, þá finnur líkaminn mína kjörþyngd. Ég þarf ekki að stjórna öllu. Við erum með þennan magnaða líkama með innri klukku.“ Viðtalið má lesa í heild sinni á nýjum vef geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. 2. júlí 2015 15:19 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15
Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. 2. júlí 2015 15:19