Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. mars 2018 20:15 Sjö einstaklingar taka þátt í herferðinni #HUGUÐ. Myndir/Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir Í dag opnaði geðfræðslufélagið Hugrún nýja heimasíðu og fór samtímis af stað herferðin Huguð, til að vekja athygli á geðheilbrigði, geðsjúkdómum og setja þetta í mannlegt samhengi. Sjö einstaklingar taka þátt í þessari herferð, þar á meðal leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir, leikarinn og Snapchat áhrifavaldurinn Aron Mola og Hrefna Huld Jóhannsdóttir fyrrverandi landsliðskona í fótbolta. Hugrún er félag sem er rekið af sjálfboðaliðum sem eru allir háskólanemendur og hefur félagið það markmið að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. Á nýrri heimasíðu félagsins sem opnaði í dag má finna ýmsan gagnlegan fróðleik. „Allt fræðsluefni á að vera á mannamáli, þetta átti ekki að vera einhver hátíðleg fræðsla um geðsjúkdóma heldur átti þetta að vera aðgengilegt. Sérstaklega fyrir þann hóp sem við erum svolítið að taka fræðslu fyrir, sem eru ungmenni,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir formaður Hugrúnar í samtali við Vísi.Gefa geðsjúkdómum andlit Á nýju síðunni er einnig veftímarit sem inniheldur viðtöl við sjö einstaklinga sem eru með geðsjúkdóma. „Við vildum gefa eins mörgum geðsjúkdómum og við gátum andlit þannig að það væru myndbönd og viðtöl við einstaklinga sem eru með geðsjúkdóma á heimasíðunni til að setja þetta í mannlegra samhengi.“ Sjö áhugaverðir einstaklingar taka þátt í þessari herferð sem hefur fengið merkinguna #HUGUÐ. Aron Már Ólafsson opnar sig um þunglyndi og kvíða, Vala Kristín Eiríksdóttir talar um átröskun, þunglyndi og kvíða og Iðunn Garðarsdóttir segir frá sinni reynslu af áráttu- og þráhyggjuröskun. Tryggvi Ófeigsson er í viðtali um fíkn, Hrefna Huld talar um geðklofa og Ragnar Jón Ragnarsson Humi opnar sig um geðhvarfasýki. Sonja Björg Jóhannsdóttir segir frá sinni upplifun af því að vera aðstandandi einstaklings með geðsjúkdóm.Elísabet Brynjarsdóttir formaður Hugrúnar.Úr einkasafniFara í alla framhaldsskóla landsins Tíu manna hópur stofnaði félagið Hugrún en enn fleiri komu að því að þróa kennsluefnið og undirbúa verkefnið, allt háskólanemendur. „120 taka þátt í að sjá um fræðsluna í ár en við endurnýjum á hverju ári. Þetta er verkefni sem allir háskólanemendur geta tekið þátt í,“ segir Elísabet. Með því að leyfa fólki að kynnast einstaklingum með geðsjúkdóma og heyra þeirra sögur vonar hún að það opni kannski augu fólks. „Við erum svolítið að reyna að brjóta niður skaðlegar staðalímyndir.“Hugrún stendur í markvissri fræðslu í öllum framhaldsskólum landsins um geðsjúkdóma og geðheilbrigði. Núna í apríl lýkur félagið sínu markmiði að fara í alla framhaldsskóla landsins á árinu. Stefnir félagið næst á fræðslu fyrir grunnskólanemendur. Elísabet segir þetta gríðarlega mikilvægt málefni, þar sem börn þjáist líka vegna kvíða. „Það er lítið í boði fyrir framhaldsskóla og grunnskóla og þá ákváðum við að einblína fyrst á fyrstu árin í framhaldsskóla. Við fórum af stað með það og það gekk mjög vel, svo byrjuðu verkefnin bara að streyma inn og við fórum að halda fræðslu fyrir foreldrafélög og kennara og fleira.“Treysta á fjáröflun og styrki Þegar verkefnið var farið af stað kom í ljós að það væri mjög brýn þörf á fræðslu fyrir grunnskólanemendur og er félagið Hugrún nú að þróa kennsluefni fyrir grunnskóla í samstarfi við félagsmiðstöðvar. Elísabet segir að það verkefni gæti farið í stað í haust eða á næsta ári. „Það var líka þess vegna sem við fórum af stað í þessa herferð, til að vekja athygli á félaginu. Til þess að geta tæklað framhaldsskóla og grunnskóla þá þarf félagið að vera svolítið stórt. Þetta eru margir skólar á landinu og við viljum ekki mismuna eftir búsetu og viljum geta verið með fræðslu hvar sem er. Við leggjum okkur fram að bjóða upp á gjaldfrjálsa fræðslu. Til þess að geta gert þetta þurfum við á öllum styrkjum að halda.“ Félagið hefur hlotið styrki, meðal annars frá velferðarráðuneytinu og lýðheilsusjóði en treystir einnig á framlög og fjáraflanir eins og styrktartónleika sem þau ætla að halda í apríl. „Við treystum á svona viðburði og fjáraflanir og til dæmis Reykjavíkurmaraþonið og svona til að geta fjármagnað starfsemina okkar. Við erum níu manns sem sitjum í stjórninni og við erum öll í sjálfboðaliðastarfi, það er enginn í launuðu starfi og allur peningurinn rennur í málefnið og fræðsluna.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir forvarnir bjarga mannslífum Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Hugrúnar geðfræðslufélags, segir forvarnir bjarga mannslífum. Hún segir mikilvægt að tryggja aðgengi að sálfræðingum því fræðsla og aðstoð geti skipt sköpum. 26. júní 2017 22:45 Það er hollt að gráta Aron Már Ólafsson, Orri Gunnlaugsson og Hildur Skúladóttir eru fólkið á bak við samtökin Allir gráta. Nýlega var opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð samtakanna sem þau hafa komið á laggirnar. 25. apríl 2017 13:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Í dag opnaði geðfræðslufélagið Hugrún nýja heimasíðu og fór samtímis af stað herferðin Huguð, til að vekja athygli á geðheilbrigði, geðsjúkdómum og setja þetta í mannlegt samhengi. Sjö einstaklingar taka þátt í þessari herferð, þar á meðal leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir, leikarinn og Snapchat áhrifavaldurinn Aron Mola og Hrefna Huld Jóhannsdóttir fyrrverandi landsliðskona í fótbolta. Hugrún er félag sem er rekið af sjálfboðaliðum sem eru allir háskólanemendur og hefur félagið það markmið að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. Á nýrri heimasíðu félagsins sem opnaði í dag má finna ýmsan gagnlegan fróðleik. „Allt fræðsluefni á að vera á mannamáli, þetta átti ekki að vera einhver hátíðleg fræðsla um geðsjúkdóma heldur átti þetta að vera aðgengilegt. Sérstaklega fyrir þann hóp sem við erum svolítið að taka fræðslu fyrir, sem eru ungmenni,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir formaður Hugrúnar í samtali við Vísi.Gefa geðsjúkdómum andlit Á nýju síðunni er einnig veftímarit sem inniheldur viðtöl við sjö einstaklinga sem eru með geðsjúkdóma. „Við vildum gefa eins mörgum geðsjúkdómum og við gátum andlit þannig að það væru myndbönd og viðtöl við einstaklinga sem eru með geðsjúkdóma á heimasíðunni til að setja þetta í mannlegra samhengi.“ Sjö áhugaverðir einstaklingar taka þátt í þessari herferð sem hefur fengið merkinguna #HUGUÐ. Aron Már Ólafsson opnar sig um þunglyndi og kvíða, Vala Kristín Eiríksdóttir talar um átröskun, þunglyndi og kvíða og Iðunn Garðarsdóttir segir frá sinni reynslu af áráttu- og þráhyggjuröskun. Tryggvi Ófeigsson er í viðtali um fíkn, Hrefna Huld talar um geðklofa og Ragnar Jón Ragnarsson Humi opnar sig um geðhvarfasýki. Sonja Björg Jóhannsdóttir segir frá sinni upplifun af því að vera aðstandandi einstaklings með geðsjúkdóm.Elísabet Brynjarsdóttir formaður Hugrúnar.Úr einkasafniFara í alla framhaldsskóla landsins Tíu manna hópur stofnaði félagið Hugrún en enn fleiri komu að því að þróa kennsluefnið og undirbúa verkefnið, allt háskólanemendur. „120 taka þátt í að sjá um fræðsluna í ár en við endurnýjum á hverju ári. Þetta er verkefni sem allir háskólanemendur geta tekið þátt í,“ segir Elísabet. Með því að leyfa fólki að kynnast einstaklingum með geðsjúkdóma og heyra þeirra sögur vonar hún að það opni kannski augu fólks. „Við erum svolítið að reyna að brjóta niður skaðlegar staðalímyndir.“Hugrún stendur í markvissri fræðslu í öllum framhaldsskólum landsins um geðsjúkdóma og geðheilbrigði. Núna í apríl lýkur félagið sínu markmiði að fara í alla framhaldsskóla landsins á árinu. Stefnir félagið næst á fræðslu fyrir grunnskólanemendur. Elísabet segir þetta gríðarlega mikilvægt málefni, þar sem börn þjáist líka vegna kvíða. „Það er lítið í boði fyrir framhaldsskóla og grunnskóla og þá ákváðum við að einblína fyrst á fyrstu árin í framhaldsskóla. Við fórum af stað með það og það gekk mjög vel, svo byrjuðu verkefnin bara að streyma inn og við fórum að halda fræðslu fyrir foreldrafélög og kennara og fleira.“Treysta á fjáröflun og styrki Þegar verkefnið var farið af stað kom í ljós að það væri mjög brýn þörf á fræðslu fyrir grunnskólanemendur og er félagið Hugrún nú að þróa kennsluefni fyrir grunnskóla í samstarfi við félagsmiðstöðvar. Elísabet segir að það verkefni gæti farið í stað í haust eða á næsta ári. „Það var líka þess vegna sem við fórum af stað í þessa herferð, til að vekja athygli á félaginu. Til þess að geta tæklað framhaldsskóla og grunnskóla þá þarf félagið að vera svolítið stórt. Þetta eru margir skólar á landinu og við viljum ekki mismuna eftir búsetu og viljum geta verið með fræðslu hvar sem er. Við leggjum okkur fram að bjóða upp á gjaldfrjálsa fræðslu. Til þess að geta gert þetta þurfum við á öllum styrkjum að halda.“ Félagið hefur hlotið styrki, meðal annars frá velferðarráðuneytinu og lýðheilsusjóði en treystir einnig á framlög og fjáraflanir eins og styrktartónleika sem þau ætla að halda í apríl. „Við treystum á svona viðburði og fjáraflanir og til dæmis Reykjavíkurmaraþonið og svona til að geta fjármagnað starfsemina okkar. Við erum níu manns sem sitjum í stjórninni og við erum öll í sjálfboðaliðastarfi, það er enginn í launuðu starfi og allur peningurinn rennur í málefnið og fræðsluna.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir forvarnir bjarga mannslífum Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Hugrúnar geðfræðslufélags, segir forvarnir bjarga mannslífum. Hún segir mikilvægt að tryggja aðgengi að sálfræðingum því fræðsla og aðstoð geti skipt sköpum. 26. júní 2017 22:45 Það er hollt að gráta Aron Már Ólafsson, Orri Gunnlaugsson og Hildur Skúladóttir eru fólkið á bak við samtökin Allir gráta. Nýlega var opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð samtakanna sem þau hafa komið á laggirnar. 25. apríl 2017 13:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Segir forvarnir bjarga mannslífum Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Hugrúnar geðfræðslufélags, segir forvarnir bjarga mannslífum. Hún segir mikilvægt að tryggja aðgengi að sálfræðingum því fræðsla og aðstoð geti skipt sköpum. 26. júní 2017 22:45
Það er hollt að gráta Aron Már Ólafsson, Orri Gunnlaugsson og Hildur Skúladóttir eru fólkið á bak við samtökin Allir gráta. Nýlega var opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð samtakanna sem þau hafa komið á laggirnar. 25. apríl 2017 13:00