Búast má við að einhverjar ferðir falli niður seinnipartinn í dag á leiðum númer 12, 14 og 28 hjá strætó. Í tilkynningu segir að ástæðan sé hrina af bilunum í strætisvögnum á þessum leiðum.
Nokkrar ferðir hafa fallið niður í morgun sem og í gær vegna þessa en að því er segir í tilkynningu frá Strætó bs. segir að starfsmenn á verkstæði séu önnum kafnir við það að koma vögnum aftur í lag.
„Leið 14 sem átti að fara frá Verzló klukkan 14:03 féll niður vegna bilunar.
Vonir eru bundnar við að ekki fleiri ferðir falli niður í dag en við hvetjum notendur til þess að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Strætó og á Twitter.
Vonast er til þess að engar ferðir þurfi að falla niður það sem eftir lifir degi, en við munum fylgjast náið með stöðunni í dag og í fyrramálið. Nýir vagnar frá eru síðan væntanlegir til verktaka Strætó og fara þeir á götuna á mánudaginn næstkomandi,“ segir í tilkynningu.
Hrina af bilunum í strætisvögnum
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
