600 þúsund krónur í aksturskostnað í janúarmánuði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. mars 2018 18:46 Ásmundur Friðriksson Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk greiddar 599.720 krónur vegna ferða á eigin bíl fyrir janúar á þessu ári. Upplýsingar um breytilegar kostnaðargreiðslur til þingmanna birtust í dag á vef Alþingis. Ferðakostnaður ráðherra er ekki birtur á vef Alþingis en slíkur kostnaður er greiddur af viðkomandi ráðuneyti. Þar segir að einhverjir reikningar fyrir útgjöld síðari hluta árs 2017 kunni að hafa borist í janúar 2018 og ef svo sé bókist þeir á þann mánuð. Sjálfur segir Ásmundur á Facebook að kostnaður sinn vegna janúar hafi verið um 200 þúsund krónur. 400 þúsund krónurnar séu því ógreiddir reikningar fyrir akstur árið 2017.6.182 kílómetrar Ofan á tæpar 600 þúsund krónur fyrir ferðir á eigin bíl fékk Ásmundur 119.961 krónu í dagpeninga og 173.920 krónur vegna flugferða vegna ferðakostnaðar utan lands. Alls fékk Ásmundur því tæpar 900 þúsund krónur endurgreiddar vegna ferðakostnaðar. Alþingismenn fá greiddar um 97 krónur fyrir hvern kílómetra og samkvæmt því hefur Ásmundur keyrt 6.182,68 kílómetra í janúar. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fékk 472.340 krónur endurgreiddar vegna ferða á eigin bíl í janúar. Þá fékk hún samtals 164783 krónur vegna ferðakostnaðar utanlands.Í samtali við Fréttablaðið segist Oddný hafa kvartað undan þeim upplýsingum sem koma þar fram við skrifstofu Alþingis vegna þess að hún hafi ekki rukkað fyrir akstur það sem af er ári. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, fékk alls 354.144 krónur endurgreiddar vegna ferðakostnaðar innanlands í janúar, 293.886 krónur vegna flugferða og 60.258 krónur vegna bílaleigubíla. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk einnig töluverða upphæð endurgreidda vegna ferða á eigin bíl í janúar, eða 248.160 krónur. Vilhjálmur Árnason, flokksbróðir Haraldar og Ásmundar fékk 207.570 krónur í janúar fyrir ferðir á eigin bíl. Vilhjálmur er einn þeirra sem fékk hvað mest endurgreitt vegna aksturskostnaðar á síðasta ári, eða 2.457.234 krónur. Sá eini sem fékk meira en Vilhjálmur var Ásmundur, með 4.627.144 krónur. Kostnaðargreiðslur verða framvegis birtar 25. hvers mánaðar fyrir undangenginn mánuð. Fyrirhugað er að birta sem allra fyrst upplýsingar um kostnaðargreiðslur um áratug aftur í tímann og verður miðað við birtingu frá alþingiskosningum 2007.Ekki náðist í Ásmund Friðriksson við vinnslu fréttarinnar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:34 eftir að Ásmundur sagðist hafa fengið 200 þúsund krónur fyrir janúar. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk greiddar 599.720 krónur vegna ferða á eigin bíl fyrir janúar á þessu ári. Upplýsingar um breytilegar kostnaðargreiðslur til þingmanna birtust í dag á vef Alþingis. Ferðakostnaður ráðherra er ekki birtur á vef Alþingis en slíkur kostnaður er greiddur af viðkomandi ráðuneyti. Þar segir að einhverjir reikningar fyrir útgjöld síðari hluta árs 2017 kunni að hafa borist í janúar 2018 og ef svo sé bókist þeir á þann mánuð. Sjálfur segir Ásmundur á Facebook að kostnaður sinn vegna janúar hafi verið um 200 þúsund krónur. 400 þúsund krónurnar séu því ógreiddir reikningar fyrir akstur árið 2017.6.182 kílómetrar Ofan á tæpar 600 þúsund krónur fyrir ferðir á eigin bíl fékk Ásmundur 119.961 krónu í dagpeninga og 173.920 krónur vegna flugferða vegna ferðakostnaðar utan lands. Alls fékk Ásmundur því tæpar 900 þúsund krónur endurgreiddar vegna ferðakostnaðar. Alþingismenn fá greiddar um 97 krónur fyrir hvern kílómetra og samkvæmt því hefur Ásmundur keyrt 6.182,68 kílómetra í janúar. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fékk 472.340 krónur endurgreiddar vegna ferða á eigin bíl í janúar. Þá fékk hún samtals 164783 krónur vegna ferðakostnaðar utanlands.Í samtali við Fréttablaðið segist Oddný hafa kvartað undan þeim upplýsingum sem koma þar fram við skrifstofu Alþingis vegna þess að hún hafi ekki rukkað fyrir akstur það sem af er ári. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, fékk alls 354.144 krónur endurgreiddar vegna ferðakostnaðar innanlands í janúar, 293.886 krónur vegna flugferða og 60.258 krónur vegna bílaleigubíla. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk einnig töluverða upphæð endurgreidda vegna ferða á eigin bíl í janúar, eða 248.160 krónur. Vilhjálmur Árnason, flokksbróðir Haraldar og Ásmundar fékk 207.570 krónur í janúar fyrir ferðir á eigin bíl. Vilhjálmur er einn þeirra sem fékk hvað mest endurgreitt vegna aksturskostnaðar á síðasta ári, eða 2.457.234 krónur. Sá eini sem fékk meira en Vilhjálmur var Ásmundur, með 4.627.144 krónur. Kostnaðargreiðslur verða framvegis birtar 25. hvers mánaðar fyrir undangenginn mánuð. Fyrirhugað er að birta sem allra fyrst upplýsingar um kostnaðargreiðslur um áratug aftur í tímann og verður miðað við birtingu frá alþingiskosningum 2007.Ekki náðist í Ásmund Friðriksson við vinnslu fréttarinnar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:34 eftir að Ásmundur sagðist hafa fengið 200 þúsund krónur fyrir janúar.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24
Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00