Stjórnarandstaðan undrast málafæð ríkisstjórnarinnar og rekur á eftir samgönguáætlun Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2018 18:45 Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag hversu fá mál hefðu verið lögð fyrir Alþingi að hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá undruðust þingmenn að ekki væri von á samgönguáætlun fyrr en í haust, sem þó snerti eitt af helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar um innviða uppbyggingu. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrirhugar hún að leggja fram 140 frumvörp fyrir lok þings í vor. Nú þegar ghafa ráðherrar lagt fram 26 frumvörp en stjórnarandstaðan 65 frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu eftir málum frá ríkisstjórninni á þingfndi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið ofarlega á baugi á fundum sem hún sótti í kjördæmi sínu í kjördæmaviku fyrir helgi. Ríkisstjórnin hafi verið mynduð til að efla innviði, þar með samgöngur í landinu. Hins vegar boði samgönguráðherra að ný samgönguáætlun komi ekki fyrr en í haust, löngu eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. „Þess vegna spyr ég mig núna af hverju er samgönguráðherra hræddur við að sýna samgönguáætlun. Voru kannski öll stóru orðin algerlega innihaldslaus. Á ekki að bæta samgöngur bæði hér á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Adda María Jóhannsdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tók undir með Þorgerði og brýna þörf á úrbótum á Reykjanesbraut, vegna vaxandi umferðar um hana og þar með í gegnum Hafnarfjörð. „Í úttekt sem liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50 prósent frá árinu 2010. Er áætlað að þar fari yfir 45 þúsund bílar að meðaltali á degi hverjum,“ sagði Adda María. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem væri almennt orðaður. „Að líklega sá ráðherra sem þarf helst að beita sér fyrir innviðauppbyggingu, samgönguráðherra; hann ætlar sér ekki að koma með neina áætlun. Hann ætlar ekki að sýna okkur neitt, hvað hann ætlar að gera í innviðauppbyggingunni. Það á ekki einu sinni að koma með neitt mál til þingsins fyrr en einhvern tíma í haust eða guð má vita hvenær. Mál sem átti þó að leggja áherslu á. Hvað þá með öll hin málin sem ekki náðu inn í textann í stjórnarsáttmálanum. Eru þau bara ekki til,“ sagði Gunnar Bragi. Alþingi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag hversu fá mál hefðu verið lögð fyrir Alþingi að hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá undruðust þingmenn að ekki væri von á samgönguáætlun fyrr en í haust, sem þó snerti eitt af helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar um innviða uppbyggingu. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrirhugar hún að leggja fram 140 frumvörp fyrir lok þings í vor. Nú þegar ghafa ráðherrar lagt fram 26 frumvörp en stjórnarandstaðan 65 frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu eftir málum frá ríkisstjórninni á þingfndi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið ofarlega á baugi á fundum sem hún sótti í kjördæmi sínu í kjördæmaviku fyrir helgi. Ríkisstjórnin hafi verið mynduð til að efla innviði, þar með samgöngur í landinu. Hins vegar boði samgönguráðherra að ný samgönguáætlun komi ekki fyrr en í haust, löngu eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. „Þess vegna spyr ég mig núna af hverju er samgönguráðherra hræddur við að sýna samgönguáætlun. Voru kannski öll stóru orðin algerlega innihaldslaus. Á ekki að bæta samgöngur bæði hér á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Adda María Jóhannsdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tók undir með Þorgerði og brýna þörf á úrbótum á Reykjanesbraut, vegna vaxandi umferðar um hana og þar með í gegnum Hafnarfjörð. „Í úttekt sem liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50 prósent frá árinu 2010. Er áætlað að þar fari yfir 45 þúsund bílar að meðaltali á degi hverjum,“ sagði Adda María. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem væri almennt orðaður. „Að líklega sá ráðherra sem þarf helst að beita sér fyrir innviðauppbyggingu, samgönguráðherra; hann ætlar sér ekki að koma með neina áætlun. Hann ætlar ekki að sýna okkur neitt, hvað hann ætlar að gera í innviðauppbyggingunni. Það á ekki einu sinni að koma með neitt mál til þingsins fyrr en einhvern tíma í haust eða guð má vita hvenær. Mál sem átti þó að leggja áherslu á. Hvað þá með öll hin málin sem ekki náðu inn í textann í stjórnarsáttmálanum. Eru þau bara ekki til,“ sagði Gunnar Bragi.
Alþingi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira