Aron Jó: „Skemmtilegra að spila fótbolta um helgar en að horfa á hann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2018 20:15 Aron Jóhannsson, framherji Werder Bremen og bandaríska landsliðsins, segir að það sé skemmtilegra að spila fótbolta heldur en að horfa á hann um helgar. Hann vonast til þess að fá tækifæri með landsliðinu hvað og hverju. „Það er svolítið skemmtilegra að fá að spila um helgar í stað þess að vera bara heima að horfa á,” sagði Aron í samtali við Akraborgina, en Aron hefur glímt við mikil og erfið meiðsli. Síðan tók við mikil bekkjarseta. „Þegar ég var meiddur þá hélt ég að það væri versta sem maður gæti lent í. Það er miklu verra að vera heill og fá ekkert að spila. Það var eiginlega miklu erfiðara að díla við það en við meiðslin.” „Ég var rosalega gleyminn. Ég var mjög fljótur að gleyma og var mjög pirraður allar helgar að vera ekki í hóp. Svo á mánudegi þá var frí og á þriðjudegi var ég eiginlega búinn að gleyma því hvað hefði skeð. Þá byrjaði ný vika og maður hafði fjórar æfingar til að sanna sig.” „Síðan gekk það reyndar ekkert í langan tíma, en það þýðir ekkert að vorkenna sjálfum sér og kenna öðrum um. Þjálfarinn hefur ansi mikla stjórn yfir því hvað gerist hjá þér, en ég hélt áfram og áfram og áfram. Ég var svo að vinna þessa baráttu ekki hann.” Bremen skipti um þjálfara í október og það hjálpaði Aroni að fá fleiri tækifæri, en Florian Kohfeldt, núverandi þjálfari Bremen, var einn þjálfara í þjálfarateyminu þegar Aron gekk í raðir AZ Alkmaar. „Já, algjörlega. Hann var aðstoðarþjálfari þegar ég kem hingað. Síðan voru þeir reknir þegar ég var búinn að vera hérna í ár og hann tók við U23-ára liðinu. Ég hef þekkt hann frá því þegar ég kom. Hann þekkti mig líka og frá fyrsta degi var þetta mjög jákvætt.” „Ég var ekki búinn að meiðast í eitt ár því ég var ekki mikið búinn að spila. Um leið og hann kemur spiluðum við æfingarleik gegn fjórðu deildarliði og ég meiðist. Þá er ég frá í einn og hálfan mánuð, síðan fékk ég aðeins að spila undir lok árs í fyrra. Svo á undirbúningstímabilinu, loksins fékk ég svo sénsinn og nýtti hann þokkalega vel.” Vegna meiðslanna datt Aron eðlilega út úr landsliðshóp Bandaríkjanna, en hann vonast til þess að með fleiri mínútur frá Bremen, komi fleiri tækifæri hjá Bandaríkjunum. Þó sé enginn þjálfari nú hjá landsliðinu svo það sé erfitt að segja til um það. „Ég er aðeins búinn að heyra í Dave eftir ég að byrjaði að spila (innsk. blm. bráðabirgðaþjálfari Bandaríkjana). Ég fékk þau skilaboð að ef ég held áfram að spila og spila svona vel er ég vel inni í myndinni þar.” Hlusta má innslagið má heyra í spilaranum efst í fréttinni. Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira
Aron Jóhannsson, framherji Werder Bremen og bandaríska landsliðsins, segir að það sé skemmtilegra að spila fótbolta heldur en að horfa á hann um helgar. Hann vonast til þess að fá tækifæri með landsliðinu hvað og hverju. „Það er svolítið skemmtilegra að fá að spila um helgar í stað þess að vera bara heima að horfa á,” sagði Aron í samtali við Akraborgina, en Aron hefur glímt við mikil og erfið meiðsli. Síðan tók við mikil bekkjarseta. „Þegar ég var meiddur þá hélt ég að það væri versta sem maður gæti lent í. Það er miklu verra að vera heill og fá ekkert að spila. Það var eiginlega miklu erfiðara að díla við það en við meiðslin.” „Ég var rosalega gleyminn. Ég var mjög fljótur að gleyma og var mjög pirraður allar helgar að vera ekki í hóp. Svo á mánudegi þá var frí og á þriðjudegi var ég eiginlega búinn að gleyma því hvað hefði skeð. Þá byrjaði ný vika og maður hafði fjórar æfingar til að sanna sig.” „Síðan gekk það reyndar ekkert í langan tíma, en það þýðir ekkert að vorkenna sjálfum sér og kenna öðrum um. Þjálfarinn hefur ansi mikla stjórn yfir því hvað gerist hjá þér, en ég hélt áfram og áfram og áfram. Ég var svo að vinna þessa baráttu ekki hann.” Bremen skipti um þjálfara í október og það hjálpaði Aroni að fá fleiri tækifæri, en Florian Kohfeldt, núverandi þjálfari Bremen, var einn þjálfara í þjálfarateyminu þegar Aron gekk í raðir AZ Alkmaar. „Já, algjörlega. Hann var aðstoðarþjálfari þegar ég kem hingað. Síðan voru þeir reknir þegar ég var búinn að vera hérna í ár og hann tók við U23-ára liðinu. Ég hef þekkt hann frá því þegar ég kom. Hann þekkti mig líka og frá fyrsta degi var þetta mjög jákvætt.” „Ég var ekki búinn að meiðast í eitt ár því ég var ekki mikið búinn að spila. Um leið og hann kemur spiluðum við æfingarleik gegn fjórðu deildarliði og ég meiðist. Þá er ég frá í einn og hálfan mánuð, síðan fékk ég aðeins að spila undir lok árs í fyrra. Svo á undirbúningstímabilinu, loksins fékk ég svo sénsinn og nýtti hann þokkalega vel.” Vegna meiðslanna datt Aron eðlilega út úr landsliðshóp Bandaríkjanna, en hann vonast til þess að með fleiri mínútur frá Bremen, komi fleiri tækifæri hjá Bandaríkjunum. Þó sé enginn þjálfari nú hjá landsliðinu svo það sé erfitt að segja til um það. „Ég er aðeins búinn að heyra í Dave eftir ég að byrjaði að spila (innsk. blm. bráðabirgðaþjálfari Bandaríkjana). Ég fékk þau skilaboð að ef ég held áfram að spila og spila svona vel er ég vel inni í myndinni þar.” Hlusta má innslagið má heyra í spilaranum efst í fréttinni.
Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira