Trudeau lofar að styðja ekki síkaríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Trudeau-fjölskyldan heimsótti hið gullna musteri síka í gær. Vísir/AFP Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lofaði forsætisráðherra Punjab-ríkis Indlands í gær að yfirvöld í Kanada myndu ekki styðja aðskilnaðarhreyfingu þeirra sem vildu stofna sjálfstætt ríki síka, það er að segja þeirra sem aðhyllast trúarbrögðin síkisma. Þótt slíkar hreyfingar hafi verið áhrifamestar á áttunda og níunda áratug síðustu aldar hafa yfirvöld í ríkinu enn nokkrar áhyggjur af starfsemi aðskilnaðarsinna. Sjálfstætt ríki síka var síðast til á átjándu og nítjándu öld. Var höfuðborg ríkisins, Khalistan, í Lahore sem nú tilheyrir Pakistan. Stærstur hluti veldisins er raunar nú hluti Pakistans þótt það hafi teygt sig langt inn í Punjab og önnur ríki Indlands. „Ég var mjög hrifinn af því sem forsætisráðherrann sagði á fundinum. Ég vakti máls á Khalistan, af því að það er málið sem er í hvað mestum forgangi hjá okkur. Orð hans eru okkur Indverjum mikill léttir og við hlökkum til að sjá hvernig hann ætlar að styðja okkur í baráttunni gegn jaðarhreyfingum aðskilnaðarsinna,“ sagði Amarinder Singh, forsætisráðherra Punjab, í gær. Nokkur fjöldi síka er í Kanada. Sá áhrifamesti er án nokkurs vafa Harjit Singh Sajjan, þingmaður og varnarmálaráðherra. Indverskir miðlar hafa undanfarið sagt að Trudeau hafi fengið dræmar móttökur í heimsókn sinni til Indlands vegna áhyggja af því að hann myndi ekki taka harða afstöðu gegn „öfgahreyfingum síka“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lofaði forsætisráðherra Punjab-ríkis Indlands í gær að yfirvöld í Kanada myndu ekki styðja aðskilnaðarhreyfingu þeirra sem vildu stofna sjálfstætt ríki síka, það er að segja þeirra sem aðhyllast trúarbrögðin síkisma. Þótt slíkar hreyfingar hafi verið áhrifamestar á áttunda og níunda áratug síðustu aldar hafa yfirvöld í ríkinu enn nokkrar áhyggjur af starfsemi aðskilnaðarsinna. Sjálfstætt ríki síka var síðast til á átjándu og nítjándu öld. Var höfuðborg ríkisins, Khalistan, í Lahore sem nú tilheyrir Pakistan. Stærstur hluti veldisins er raunar nú hluti Pakistans þótt það hafi teygt sig langt inn í Punjab og önnur ríki Indlands. „Ég var mjög hrifinn af því sem forsætisráðherrann sagði á fundinum. Ég vakti máls á Khalistan, af því að það er málið sem er í hvað mestum forgangi hjá okkur. Orð hans eru okkur Indverjum mikill léttir og við hlökkum til að sjá hvernig hann ætlar að styðja okkur í baráttunni gegn jaðarhreyfingum aðskilnaðarsinna,“ sagði Amarinder Singh, forsætisráðherra Punjab, í gær. Nokkur fjöldi síka er í Kanada. Sá áhrifamesti er án nokkurs vafa Harjit Singh Sajjan, þingmaður og varnarmálaráðherra. Indverskir miðlar hafa undanfarið sagt að Trudeau hafi fengið dræmar móttökur í heimsókn sinni til Indlands vegna áhyggja af því að hann myndi ekki taka harða afstöðu gegn „öfgahreyfingum síka“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira