Forsætisráðherra bjartsýn eftir fyrsta formlega fund formanna um breytingar á stjórnarskránni Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2018 19:45 Forsætisráðherra er bjartsýn á að stjórnmálaflokkarnir nái saman um hvernig unnið verði að breytingum og heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Byggt verði á þeirri miklu vinnu sem þegar liggi fyrir og hún vilji sjá fyrstu breytingarnar ná fram að ganga á þessu kjörtímabili. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað óformlega um breytingar á stjórnarskránni frá því ný ríkisstjórn tók við völdum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að á þeim fundum hafi verið farið yfir þann feril sem flokkarnir geti séð í málinu. Í dag komu formenn og fulltrúar flokkanna hins vegar í fyrsta skipti saman til formlegs fundar um málið í Ráðherrabústaðnum. „Það liggur auðvitað fyrir að þessir flokkar hafa ólíka sýn á stjórnarskrárbreytingar. En ég er mjög bjartsýn eftir þennan fund á að við séum sammálá um hvernig við viljum vinna þessi mál. Við eigum auðvitað eftir að halda áfram í raun og veru að vinna saman að því hvernig við viljum til dæmis tryggja samráð við almenning í gegnum þetta ferli,“ segir Katrín. Þeir sem vilja ganga lengst og hraðast fram vilja að tillögur stjórnlagaráðs frá árinu 2011 verði samþykktar lítið breyttar eins fljótt og auðið er. En aðrir vilja fara mishægar í sakirnar. Forsætisráðherra segir að grundvallarhugmyndin nú sé að reyna að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á tveimur kjörtímabilum. „Það er uppleggið að ljúka heildarendurskoðun og eins og ég segi byggja þeirri vinnu sem fyrir liggur. Og þar auðvitað vega þungt tillögur stjórnlagaráðs sem unnar voru á kjörtímabilinu 2009 til 2013. En það hefur auðvitað verið vinna síðan og fyrir þann tíma líka.“ „Þetta er allt undir og okkar hlutverk er líka að eiga virkt samtal við almenning sem verður þá kannski með ólíkum hætti eftir því hvaða efnisatriði eru undir. Þetta stendur fyrir dyrum að fara að vinna áætlun og samhliða því hvaða tímaáætlun við gefum okkur um ferlið. Ég auðvitað vil sjá breytingar á stjórnarskrá í lok þessa kjörtímabils og að við höldum okkur við að reyna að ljúka þessu á þessum tíma (tveimur kjörtímabilum),“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Forsætisráðherra er bjartsýn á að stjórnmálaflokkarnir nái saman um hvernig unnið verði að breytingum og heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Byggt verði á þeirri miklu vinnu sem þegar liggi fyrir og hún vilji sjá fyrstu breytingarnar ná fram að ganga á þessu kjörtímabili. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað óformlega um breytingar á stjórnarskránni frá því ný ríkisstjórn tók við völdum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að á þeim fundum hafi verið farið yfir þann feril sem flokkarnir geti séð í málinu. Í dag komu formenn og fulltrúar flokkanna hins vegar í fyrsta skipti saman til formlegs fundar um málið í Ráðherrabústaðnum. „Það liggur auðvitað fyrir að þessir flokkar hafa ólíka sýn á stjórnarskrárbreytingar. En ég er mjög bjartsýn eftir þennan fund á að við séum sammálá um hvernig við viljum vinna þessi mál. Við eigum auðvitað eftir að halda áfram í raun og veru að vinna saman að því hvernig við viljum til dæmis tryggja samráð við almenning í gegnum þetta ferli,“ segir Katrín. Þeir sem vilja ganga lengst og hraðast fram vilja að tillögur stjórnlagaráðs frá árinu 2011 verði samþykktar lítið breyttar eins fljótt og auðið er. En aðrir vilja fara mishægar í sakirnar. Forsætisráðherra segir að grundvallarhugmyndin nú sé að reyna að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á tveimur kjörtímabilum. „Það er uppleggið að ljúka heildarendurskoðun og eins og ég segi byggja þeirri vinnu sem fyrir liggur. Og þar auðvitað vega þungt tillögur stjórnlagaráðs sem unnar voru á kjörtímabilinu 2009 til 2013. En það hefur auðvitað verið vinna síðan og fyrir þann tíma líka.“ „Þetta er allt undir og okkar hlutverk er líka að eiga virkt samtal við almenning sem verður þá kannski með ólíkum hætti eftir því hvaða efnisatriði eru undir. Þetta stendur fyrir dyrum að fara að vinna áætlun og samhliða því hvaða tímaáætlun við gefum okkur um ferlið. Ég auðvitað vil sjá breytingar á stjórnarskrá í lok þessa kjörtímabils og að við höldum okkur við að reyna að ljúka þessu á þessum tíma (tveimur kjörtímabilum),“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira