Fótbolti

Kristófer fékk eldskírn sína

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kristófer Ingi Kristinsson.
Kristófer Ingi Kristinsson. Vísir/Getty
Kristófer Ingi Kristinsson fékk um helgina fyrstu mínútur sínar í hollensku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á í uppbótartíma í 1-0 sigri Willem II gegn Roda en Kristófer gekk til liðs við Willem fyrir tveimur árum frá Stjörnunni.

Kristófer, sem verður nítján ára í apríl, er miðjumaður og hefur verið í leikmannahóp Willem í undanförnum fimm leikjum en hann fékk tækifærið hjá Erwin van de Looi, knattspyrnustjóra Willem í gær.

Kristófer Ingi náði ekki að leika með Stjörnunni í Pepsi-deildinni áður en hann fór út en hann á að baki 26 leiki með yngri landsliðum Íslands þar af 15 leiki með sautján ára landsliðinu.

Á sama tíma sat Albert Guðmundsson, leikmaður PSV, allan leikinn á bekknum í 3-1 sigri gegn Feyenoord en PSV stefnir hraðbyri að hollenska meistaratitlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×