Fótbolti

Sjáðu vandræðalegustu vatnspásu ársins

Mark Flekken, markvörður Duisburg, komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar hann fékk á sig ótrúlegt mark í þýsku bundesligunni.

Það var hvorki erfitt færi eða frábær tilþrif sóknarmanns Ingolstadt sem gerði það að verkum að allir voru að tala um Mark Flekken eftir jafnteflisleik Duisburg og Ingolstadt.

Ástæðan fyrir því var vatnspásan sem markvörðurinn Mark Flekken tók á ótrúlegum tímapunkti. Hann tók upp á því að sækja sér vatn í brúsann sinn þegar boltinn var að nálgast vítateiginn hans.

Varnarmaður Duisburg ætlaði þá að skalla boltann aftur til Mark Flekken en það var enginn markvörður í markinu. Sóknarmaður Ingolstadt nýtti sér það og sendi boltann í tómt markið.

Þegar Mark Flekken loksins áttaði sig á öllu saman þá gat hann aðeins horft bjargarlaus á leikmann Ingolstadt skora. Þetta voru kannski hans fimmtán mínútur og allavega vandræðalegasta vatnspásu ársins.

Það má sjá þetta ótrúlega mark í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×