Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 19:45 Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. Tilnefning Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur verið gagnrýnd en það er niðurstaða athugunar ráðuneytisins að Bragi hafi ekki brotið af sér. Sjálfur hyggst Bragi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Bragi hefur meðal annars verið sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum og óskuðu barnaverndanefndir nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftir því á síðasta ári að ráðuneytið myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Athugun var sett af stað í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári en ráðuneytið birti niðurstöðurnar í dag. Þær voru kynntar Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum í Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði með bréfi dagsettu síðastliðinn föstudag. Að lokinni nánari athugun ráðuneytisins er það mat ráðuneytisins að því er fram kemur í bréfinu að þörf sé á aðgerðum til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Þá verði utanaðkomandi aðila falið að miðla málum og settur verður á fót hópur fagaðila sem verður falið að móta skýrara verklag um samskipti milli stofnanna. Ljóst sé að ráðast þurfi í talsverðar breytingar en unnið er að frumvarpi til breytinga á barnaverndarlögum í velferðarráðuneytinu. Félagsmálaráðherra var inntur eftir svörum um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Niðurstöðurnar eru þær að Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af sér með neinum hætti. Hins vegar eru mörg álitamál sem þarf að fara ofan í og menn eru sammála um,” sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á Alþingi í dag. Ekki náðist samband við Ásmund Einar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Þá kvaðst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, í samtali við fréttastofu, ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Ráðherra spurður út í Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, á Alþingi í dag. 26. febrúar 2018 17:12 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. Tilnefning Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur verið gagnrýnd en það er niðurstaða athugunar ráðuneytisins að Bragi hafi ekki brotið af sér. Sjálfur hyggst Bragi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Bragi hefur meðal annars verið sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum og óskuðu barnaverndanefndir nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftir því á síðasta ári að ráðuneytið myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Athugun var sett af stað í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári en ráðuneytið birti niðurstöðurnar í dag. Þær voru kynntar Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum í Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði með bréfi dagsettu síðastliðinn föstudag. Að lokinni nánari athugun ráðuneytisins er það mat ráðuneytisins að því er fram kemur í bréfinu að þörf sé á aðgerðum til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Þá verði utanaðkomandi aðila falið að miðla málum og settur verður á fót hópur fagaðila sem verður falið að móta skýrara verklag um samskipti milli stofnanna. Ljóst sé að ráðast þurfi í talsverðar breytingar en unnið er að frumvarpi til breytinga á barnaverndarlögum í velferðarráðuneytinu. Félagsmálaráðherra var inntur eftir svörum um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Niðurstöðurnar eru þær að Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af sér með neinum hætti. Hins vegar eru mörg álitamál sem þarf að fara ofan í og menn eru sammála um,” sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á Alþingi í dag. Ekki náðist samband við Ásmund Einar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Þá kvaðst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, í samtali við fréttastofu, ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu.
Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Ráðherra spurður út í Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, á Alþingi í dag. 26. febrúar 2018 17:12 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00
Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20
Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Ráðherra spurður út í Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, á Alþingi í dag. 26. febrúar 2018 17:12
Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42