Gagnrýnir að upplýsingar úr skýrslutöku lögreglu séu birtar Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. febrúar 2018 07:00 Ítarlegar upplýsingar úr skýrslutökum yfir kærendum eru birtar í gæsluvarðhaldsúrskurðinum á netinu sem greint var frá í gær. Á einum stað er nákvæmlega greint frá skyldleika eins kæranda við sakborning. Vísir/vilhelm „Ég er búinn að gera athugasemd við þetta hjá lögreglu,“segir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður þriggja ungmenna sem hafa kært fyrrverandi starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir kynferðisofbeldi. Hann gagnrýnir að gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum hafi verið birtur á netinu.Greint var frá úrskurðinum í fjölmiðlum í gær. Sævar kveðst hafa gert athugasemdina um leið og hann vissi af úrskurðinum. Samkvæmt úrskurði Landsréttar er maðurinn grunaður um brot gegn sjö börnum á árunum 1998 til 2012. Brotin geta varðað allt að 16 ára fangelsi. „Brot þau, sem til rannsóknar eru, yrðu að teljast svívirðileg að almenningsáliti ef sönnuð yrðu. Þegar á allt er horft þykir verða að telja nauðsynlegt vegna almannahagsmuna að taka kröfu lögreglustjóra til greina,“ segir í úrskurðinum þar sem fallist er á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar til 16. mars.Sjá einnig: Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota „Það er verið að fjalla um hluti sem koma fram í skýrslutöku hjá lögreglu og ég hefði ekki talið það tímabært að fara að fjalla um vitnisburði umbjóðenda minna hjá lögreglunni á þessu stigi málsins,“ segir Sævar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst kveða reglur dómstólsins á um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu birtir opinberlega, án nafna og kennitölu sakbornings eða annarra sem skýrsla er tekin af, þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli almannahagsmuna. Þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli rannsóknarhagsmuna geti lögregla krafist þess að úrskurður sé ekki birtur opinberlega. Á einum stað í úrskurðinum segir að þeir sjö einstaklingar sem hafi lagt fram kæru í málinu séu mjög misjafnlega tengdir, ýmist náskyldir, vinir eða ótengdir sín á milli. Á öðrum stað er nákvæmlega greint frá skyldleika eins kærandans við sakborning. „Það er líka athugavert,“ segir Sævar.„En það er eitt sem ég hef líka reynt að ítreka í þessu máli við fjölmiðla og það er að umbjóðendur mínir eru ekki vinir þessa manns. Þetta eru ekki vinabönd. Þau fengu ábendingar um að hann væri stuðningsfulltrúi vegna starfa hans fyrir barnaverndarnefnd og þau leituðu til hans út af því. En það eru engin vinatengsl milli þessara aðila.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Ég er búinn að gera athugasemd við þetta hjá lögreglu,“segir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður þriggja ungmenna sem hafa kært fyrrverandi starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir kynferðisofbeldi. Hann gagnrýnir að gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum hafi verið birtur á netinu.Greint var frá úrskurðinum í fjölmiðlum í gær. Sævar kveðst hafa gert athugasemdina um leið og hann vissi af úrskurðinum. Samkvæmt úrskurði Landsréttar er maðurinn grunaður um brot gegn sjö börnum á árunum 1998 til 2012. Brotin geta varðað allt að 16 ára fangelsi. „Brot þau, sem til rannsóknar eru, yrðu að teljast svívirðileg að almenningsáliti ef sönnuð yrðu. Þegar á allt er horft þykir verða að telja nauðsynlegt vegna almannahagsmuna að taka kröfu lögreglustjóra til greina,“ segir í úrskurðinum þar sem fallist er á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar til 16. mars.Sjá einnig: Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota „Það er verið að fjalla um hluti sem koma fram í skýrslutöku hjá lögreglu og ég hefði ekki talið það tímabært að fara að fjalla um vitnisburði umbjóðenda minna hjá lögreglunni á þessu stigi málsins,“ segir Sævar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst kveða reglur dómstólsins á um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu birtir opinberlega, án nafna og kennitölu sakbornings eða annarra sem skýrsla er tekin af, þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli almannahagsmuna. Þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli rannsóknarhagsmuna geti lögregla krafist þess að úrskurður sé ekki birtur opinberlega. Á einum stað í úrskurðinum segir að þeir sjö einstaklingar sem hafi lagt fram kæru í málinu séu mjög misjafnlega tengdir, ýmist náskyldir, vinir eða ótengdir sín á milli. Á öðrum stað er nákvæmlega greint frá skyldleika eins kærandans við sakborning. „Það er líka athugavert,“ segir Sævar.„En það er eitt sem ég hef líka reynt að ítreka í þessu máli við fjölmiðla og það er að umbjóðendur mínir eru ekki vinir þessa manns. Þetta eru ekki vinabönd. Þau fengu ábendingar um að hann væri stuðningsfulltrúi vegna starfa hans fyrir barnaverndarnefnd og þau leituðu til hans út af því. En það eru engin vinatengsl milli þessara aðila.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45