Usain Bolt spilar fótboltaleik á Old Trafford í júní Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 09:15 Usain Bolt með Manchester United búninginn. Vísir/Getty Usain Bolt, áttfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur heimsmeistari í spretthlaupum, tilkynnti það á Twitter í morgun að hann muni setja á sig fótboltaskóna í sumar. Usain Bolt lagði frjálsíþróttaskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið í frjálsum í London í ágúst en árið á undan vann hann þrenn gullverðlaun á ÓL í Ríó. Leikurinn sem Usain Bolt spilar verður góðgerðaleikurinn Soccer Aid á vegum UNICEF en Jamaíkamaðurinn mun spila fyrir heimsliðið sem mætir úrvalsliði Englands. Liðin eru skipuð frægu fólki og gömlum fótboltagoðsögnum. Þessi leikur fer fram á tveggja ára fresti og hefur alltaf farið fram á Old Trafford fyrir utan í eitt skipti. Tónlistarmaðurinn Robbie Williams hefur verið í fararbroddi meðal fræga fólksins í leiknum en fyrir utan þær stjörnur taka hafa einnig tekið þátt í leiknum goðsagnir úr fótboltanum eins og Alan Shearer, Jamie Redknapp, Teddy Sheringham, David Seaman, Franco Baresi, Paolo Di Canio, Luís Figo og Romário svo einhverjir séu nefndir.Excited to announce that I will be playing in @socceraid for @UNICEF_uk 2018 at Old Trafford on Sunday 10th June. Make sure you're ready @robbiewilliams! pic.twitter.com/t2sDB1iLP8 — Usain St. Leo Bolt (@usainbolt) February 27, 2018 Usain Bolt hefur aldrei farið leynt með áhuga sinn á fótbolta eða þann draum sinn að fá að spila fyrir Manchester United. Hann hefur kíkt á æfingu hjá liðinu og mætt á leiki á Old Trafford. Nú fær hann hinsvegar tækifæri til að spila leik á Old Trafford vellinum og það eru örugglega margir spenntir að sjá það. Leikurinn fer fram 10. júní næstkomandi. Enski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Usain Bolt, áttfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur heimsmeistari í spretthlaupum, tilkynnti það á Twitter í morgun að hann muni setja á sig fótboltaskóna í sumar. Usain Bolt lagði frjálsíþróttaskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið í frjálsum í London í ágúst en árið á undan vann hann þrenn gullverðlaun á ÓL í Ríó. Leikurinn sem Usain Bolt spilar verður góðgerðaleikurinn Soccer Aid á vegum UNICEF en Jamaíkamaðurinn mun spila fyrir heimsliðið sem mætir úrvalsliði Englands. Liðin eru skipuð frægu fólki og gömlum fótboltagoðsögnum. Þessi leikur fer fram á tveggja ára fresti og hefur alltaf farið fram á Old Trafford fyrir utan í eitt skipti. Tónlistarmaðurinn Robbie Williams hefur verið í fararbroddi meðal fræga fólksins í leiknum en fyrir utan þær stjörnur taka hafa einnig tekið þátt í leiknum goðsagnir úr fótboltanum eins og Alan Shearer, Jamie Redknapp, Teddy Sheringham, David Seaman, Franco Baresi, Paolo Di Canio, Luís Figo og Romário svo einhverjir séu nefndir.Excited to announce that I will be playing in @socceraid for @UNICEF_uk 2018 at Old Trafford on Sunday 10th June. Make sure you're ready @robbiewilliams! pic.twitter.com/t2sDB1iLP8 — Usain St. Leo Bolt (@usainbolt) February 27, 2018 Usain Bolt hefur aldrei farið leynt með áhuga sinn á fótbolta eða þann draum sinn að fá að spila fyrir Manchester United. Hann hefur kíkt á æfingu hjá liðinu og mætt á leiki á Old Trafford. Nú fær hann hinsvegar tækifæri til að spila leik á Old Trafford vellinum og það eru örugglega margir spenntir að sjá það. Leikurinn fer fram 10. júní næstkomandi.
Enski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira