Fótbolti

Neymar skoraði sigurmark PSG

Dagur Lárusson skrifar
Neymar skoraði sigurmarkið.
Neymar skoraði sigurmarkið. vísir/getty
Neymar skoraði sigurmark PSG gegn Toulouse í frönsku deildinni í dag en með sigrinum komst PSG í 65 stig og situr í 1. sæti deildarinnar.

Liðsmenn Toulouse mættu staðráðnir til leiks og vörðust vel gegn stjörnuliði PSG og héldu hreinu allan fyrri hálfleikinn og var staðan 0-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum sótti PSG stíft og náði loks að brjóta ísinn á 68. mínútu en það var dýrasti knattspyrnumaður allra tíma, Neymar, sem skoraði markið.

Lokatölur voru 1-0 fyrir PSG og eftir leikinn er liðið með þrettán stiga forskot á Marseille í 2. sætinu.


Tengdar fréttir

Mbappe, Neymar og Cavani hættulegastir í Evrópu

Edinson Cavani, Neymar og Kylian Mbappe eru besta sóknarþrenning Evrópu, en Bleacher Report hefur tekið saman gögn um alla sóknarmenn í fimm stærstu deildum Evrópu og Meistaradeildinni til þess að skoða hverjir eru hættulegastir fram á við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×