Fótbolti

Muller og Lewandowski sáu um Schalke

Dagur Lárusson skrifar
Thomas Muller
Thomas Muller vísir/getty
Thomas Muller skoraði sigurmark Bayern Munchen gegn Schalke í þýska boltanum í dag en með sigrinum fór Bayern í 56 stig á toppi deildarinnar.

Robert Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins strax á 6. mínútu en Franco Di Santo jafnaði metin á 29. mínútu.

Þá steig Thomas Muller fram og skoraði rétt fyrir leikhlé og reyndist þetta vera síðasta mark leiksins og því fór Bayern með sigur af hólmi.

Eftir leikinn er Schalke með 34 stig í 6. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×