Fótbolti

Albert spilaði seinni hálfleikinn í sigri PSV

Dagur Lárusson skrifar
Albert spilaði allan seinni hálfleikinn.
Albert spilaði allan seinni hálfleikinn. vísir/getty
Albert Guðmundsson spilaði allan seinni hálfleikinn í sigri PSV gegn Sparta Rotterdam í kvöld en eftir sigurinn er PSV með 61 stig í 1.sæti deildarinnar.

Það var heimaliðið sem byrjaði leikinn betur og komst yfir strax á 6. mínútu leiksins með marki frá Kenneth Dougal.

Steven Bergwijn jafnaði metin fyrir PSV rétt fyrir leiklé og því var staðan 1-1.

Albert kom inná í seinni hálfleiknum fyrir Hirving Lozano og stuttu eftir það komst PSV í forystu en það var aftur Steven Bergwijn sem skoraði markið og staðan því orðin 1-2.

Þetta reyndust lokatölur leiksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×