Fótbolti

Ronaldo með þrennu í sigri Real

Dagur Lárusson skrifar
Ronaldo fagnar í kvöld
Ronaldo fagnar í kvöld vísir/getty
Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í stórsigri Real Madrid gegn Real Sociedad í kvöld en með sigrinum komst Real Madrid upp í 3.sæti deildarinnar og er nú með 42 stig.

Þá má með sanni segja að liðsmenn Real Madrid hafi byrjað með látum því strax á 1. mínútu leiksins skoraði Lucas Vazquez eftir frábæran undirbúning Ronaldo.

Ronaldo bætti síðan við tveimur mörkum og Toni Kroos einu áður en flautað var til leikhlés og staðan því 4-0.

Real Madrid fóru ekki jafn hratt af stað í seinni hálfleiknum og var það Real Sociedad sem skoraði fyrsta mark háfleiksins en það gerði Jon Bautista og staðan því orðin 4-1.

Skömmu síðar skoraði Ronaldo fimmta mark Real Madrid og fullkomnaði þrennuna sína. Asier Illaramendi klóraði síðan í bakkann fyrir gestina undir lokin með sárabótarmarki en lengra komust þeir ekki og lokatölur því 5-2.


Tengdar fréttir

Ronaldo skoraði tvö í sigri Real

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í sigri Real Madrid gegn Valencia í dag er liðið komst í 38 stig í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×