Napoli á toppinn eftir sigur

Dagur Lárusson skrifar
Liðsmenn Lazio fagna.
Liðsmenn Lazio fagna. vísir/getty
Napoli komst á toppinn á ítölsku deildinni í kvöld með stórstigri á Lazio 4-1 en liðið komst þar með yfir Juventus.

Það var hinsvegar Lazio sem byrjaði leikinn mun betur og skoraði Stefan de Vrij strax á 3. mínútu leiksins.

Það tók heimamenn um fjörtíu mínútur að jafna leikinn en það gerði Jose Callejon á 43. mínútu og var staðan 1-1 í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum tóku liðsmenn Napoli öll völdin á vellinum og skoruðu strax á 54. mínútu en þá var það Wallace sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Mario Rui skoraði þriðja mark Napoli á 56. mínútu áður en Dries Mertens gerið endanlega út um leikinn á 73. mínútu.

Lokatölur voru 4-1 fyrir Napoli og sem fyrr segir er Napoli komið á toppinn með 63 stig á meðan Lazio er í 3. sæti með 46 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira