Fótbolti

Inter Milan í þriðja sætið eftir sigur | Emil og félagar töpuðu

Dagur Lárusson skrifar
Eder fagnar í dag.
Eder fagnar í dag. vísir/getty
Inter Milan komst upp í 3. sæti ítölsku deildarinnar eftir 2-1 sigur á Bologna í dag á meðan Emil Hallfreðsson spilaði síðasta korterið í tapi Udinese gegn Torino.

Það var brasilíumaðurinn Eder sem kom Inter yfir snemma leiks eða á 2. mínútu. Bologna náði þó að jafna fyrir leikhlé en það var Rodrigo Palacio sem skoraði markið á 25. mínútu.

Inter var sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum og var það Yann Karamoh sem skoraði sigurmarkið fyrir Inter á 63. mínútu. Eftir sigurinn er Inter komið með 48 stig.

Emil Hallfreðsson og félagar í Udinese eru í 10. sæti deildarinnar með 33 stig eftir 2-0 tap fyrir Torino.

Úrslit dagsins:

Sassuolo 0-0 Cagliari

Chievo 0-1 Genoa

Inter 2-1 Bologna

Sampdoria 2-0 Hellas Verona

Torino 2-0n Udinese




Fleiri fréttir

Sjá meira


×