Fótbolti

Marcelo: Neymar mun spila fyrir Real

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marcelo og Neymar spila saman í brasilíska landsliðinu. Munu þeir líka spila saman á Spáni?
Marcelo og Neymar spila saman í brasilíska landsliðinu. Munu þeir líka spila saman á Spáni? vísir/getty
Brasilíumaðurinn Marcelo segist halda að landi hans Neymar muni verða liðsfélagi sinn hjá Real Madrid áður en ferlinum ljúki.

Neymar lék fyrir erkifjendur Real, Barcelona, frá 2013 til 2017 þegar hann var seldur fyrir metupphæð til Paris Saint-Germain.

Bakvörðurinn Marcelo sagði það óhjákvæmilegt að Neymar muni spila fyrir Real áður en ferli hans ljúki.

„Ég held allir frábærir leikmenn verði að spila fyrir Real Madrid og ég held að Neymar muni spila hér einhvertímann.“

„Hann myndi klárlega passa inn hér og það yrði frábært að fá hann til Madrid,“ sagði Marcelo.

Real Madrid og PSG mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×