Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 18:12 Lögreglan viðurkennir mistök. Sigurjón Ólason Almennt var vinna í máli karlmanns, sem kærður var fyrir kynferðisbrot og unnið hafði með börnum hjá Reykjavíkurborg, ekki í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar. Niðurstöðurnar voru kynntar á blaðamannafundi á Hverfisgötu klukkan 17.15 í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður. Á fundinum kom auk þess fram að Karl Steinar tekur til starfa sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar þann 1. apríl, næstkomandi.Fullt tilefni til rannsóknarKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, segir að miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þegar málið kom fyrst á borð lögreglu þann 24. ágúst 2017 hefði fullt tilefni verið til að rannsaka starfsvettvang hins kærða í ljósi þess að hann hefði börn í sinni umsjón. Það hafi aftur á móti ekki verið gert. Fyrstu merki um um samskipti lögreglu og barnaverndaryfirvalda eru skráð í umsýslukerfi lögreglu að morgni þriðjudags 16. janúar 2018. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ segir Karl Steinar.Hér fyrir neðan má sjá upptöku Vísis af blaðamannafundinum.Svöruðu ekki tölvupóstinum Karl Steinar segir að fyrstu mistök við meðferð málsins hafi átt sér stað þegar réttargæslumaður hafði samband við lögreglufulltrúa í gegnum tölvupóst og honum ekki svarað af hálfu lögreglu. Honum barst ekki svar vegna þess að téður lögreglufulltrúi var veikur en hann hafði gleymt að taka skilmerkilega fram að hann væri fjarverandi. Lögreglufulltrúinn áframsendi tölvupóstinn á staðgengil en það leiddi heldur ekki til viðbragða. Fyrstu mistök sem gerð voru í meðferð málsins hafi leitt af sér fleiri mistök og þannig komið í veg fyrir að málið færi í eðlilegan farveg.Setja átján mál í forgang Skýrslan sem unnin var í kjölfar innri athugunar á málinu leiddi í ljós að brýn þörf sé á breytingum innan deildarinnar. Endurmeta þarf verklag, fjölga þarf lögreglufulltrúum um sex stöðugildi, auka þarf teymisvinnu og þá er undirstrikað mikilvægi góðra samskipta lögreglu og barnaverndaryfirvalda. Innri athugun lögreglunnar tók til 173 mála en afrakstur þeirrar vinnu leiðir til þess að lögreglan hefur ákveðið að setja 18 mál í forgang. Breytingartillögur sem fram koma í skýrslunni voru samþykktar í morgun á fundi yfirstjórnar lögregluembættisins. Sigríður Björk segir að skynsamlegt sé að endurmeta nálgunina reglulega. „Við vildum ekki fá fleiri svona mál um og vildum fyrirbyggja að það gerðist. Þess vegna fórum við í þessa skoðun.“ Vilja samræma verklag lögreglu á landsvísu Breytingarnar sem ráðist verður í taka auk þess til landsins í heild sinni. „Við teljum mjög brýnt að það verði samræmt fyrir öll lið landsins,“ segir Karl Steinar. Ríkissaksóknari hafi sett á verklag árið 2002 sem tók til lögreglunnar á landsvísu en það var hins vegar fellt úr gildi árið 2009. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu Vísis frá fundinum.
Almennt var vinna í máli karlmanns, sem kærður var fyrir kynferðisbrot og unnið hafði með börnum hjá Reykjavíkurborg, ekki í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar. Niðurstöðurnar voru kynntar á blaðamannafundi á Hverfisgötu klukkan 17.15 í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður. Á fundinum kom auk þess fram að Karl Steinar tekur til starfa sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar þann 1. apríl, næstkomandi.Fullt tilefni til rannsóknarKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, segir að miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þegar málið kom fyrst á borð lögreglu þann 24. ágúst 2017 hefði fullt tilefni verið til að rannsaka starfsvettvang hins kærða í ljósi þess að hann hefði börn í sinni umsjón. Það hafi aftur á móti ekki verið gert. Fyrstu merki um um samskipti lögreglu og barnaverndaryfirvalda eru skráð í umsýslukerfi lögreglu að morgni þriðjudags 16. janúar 2018. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ segir Karl Steinar.Hér fyrir neðan má sjá upptöku Vísis af blaðamannafundinum.Svöruðu ekki tölvupóstinum Karl Steinar segir að fyrstu mistök við meðferð málsins hafi átt sér stað þegar réttargæslumaður hafði samband við lögreglufulltrúa í gegnum tölvupóst og honum ekki svarað af hálfu lögreglu. Honum barst ekki svar vegna þess að téður lögreglufulltrúi var veikur en hann hafði gleymt að taka skilmerkilega fram að hann væri fjarverandi. Lögreglufulltrúinn áframsendi tölvupóstinn á staðgengil en það leiddi heldur ekki til viðbragða. Fyrstu mistök sem gerð voru í meðferð málsins hafi leitt af sér fleiri mistök og þannig komið í veg fyrir að málið færi í eðlilegan farveg.Setja átján mál í forgang Skýrslan sem unnin var í kjölfar innri athugunar á málinu leiddi í ljós að brýn þörf sé á breytingum innan deildarinnar. Endurmeta þarf verklag, fjölga þarf lögreglufulltrúum um sex stöðugildi, auka þarf teymisvinnu og þá er undirstrikað mikilvægi góðra samskipta lögreglu og barnaverndaryfirvalda. Innri athugun lögreglunnar tók til 173 mála en afrakstur þeirrar vinnu leiðir til þess að lögreglan hefur ákveðið að setja 18 mál í forgang. Breytingartillögur sem fram koma í skýrslunni voru samþykktar í morgun á fundi yfirstjórnar lögregluembættisins. Sigríður Björk segir að skynsamlegt sé að endurmeta nálgunina reglulega. „Við vildum ekki fá fleiri svona mál um og vildum fyrirbyggja að það gerðist. Þess vegna fórum við í þessa skoðun.“ Vilja samræma verklag lögreglu á landsvísu Breytingarnar sem ráðist verður í taka auk þess til landsins í heild sinni. „Við teljum mjög brýnt að það verði samræmt fyrir öll lið landsins,“ segir Karl Steinar. Ríkissaksóknari hafi sett á verklag árið 2002 sem tók til lögreglunnar á landsvísu en það var hins vegar fellt úr gildi árið 2009. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu Vísis frá fundinum.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira