Kröfðust afsagnar Netanyahu Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2018 15:05 Lögregla greindi frá því á þriðjudag að nægar sannanir lægju fyrir til að ákæra Netanyahu fyrir spillingarbrot. Vísir/AFP Mótmælendur, milli þúsund og tvö þúsund talsins, komu saman í Tel Avív í Ísrael í dag þar sem afsagnar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra var krafist. Lögregla í landinu hefur lagt til að forsætisráðherrann verði ákærður fyrir spillingu í tveimur aðskildum málum. Lögregla greindi frá því á þriðjudag að nægar sannanir lægju fyrir til að ákæra Netanyahu. Hinn 68 ára forsætisráðherra neitar sök í málinu og segir að rannsókn muni ekki leiða til neins. Ríkissaksóknari Ísraels þarf nú að taka afstöðu til hvort ákæri beri Netanyahu.Reuters greinir frá því að skoðanakönnun Reshet bendi til að nærri helmingur Ísraela taki lögreglu trúanlega í málinu. Um fjórðungur aðspurðra trúi Netanyahu og annar eins fjöldi segist ekki vita hverjum eigi að trúa í málinu. Hins vegar segja 49 prósent aðspurðra að Netanyahu eigi að sitja áfram í stóli forsætisráðherra á meðan 43 prósent segja að hann eigi að víkja.Mútumál Forsætisráðherrann er 68 ára og gegnir nú embætti forsætisráðherra öðru sinni á ferlinum en alls hefur hann setið í þessu valdamesta embætti Ísraels í tólf ár. Annað spillingarmálið snýst um að Netanyahu hafi beðið ritstjóra dagblaðs um jákvæða umfjöllun um sig og í staðinn bauðst hann til að gera keppinauti blaðsins erfitt fyrir. Hitt málið snýr að ásökunum þess efnis að ráðherrann hafi þegið gjafir sem voru milljóna virði frá kvikmyndaframleiðandanum Arnon Milchan. Í staðinn hugðist Netanyahu aðstoða Milchan við að fá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Nokkra mánuði gæti tekið þar til saksóknari ákveði hvort eigi að ákæra Netanyahu. Tengdar fréttir Netanyahu vísar ásökunum á bug Lögreglan í Ísrael hefur forsætisráðherrann grunaðan um að flækjast í mútumál og sagði í gær að rétt væri að ákæra hann. 14. febrúar 2018 08:11 Mælast til þess að Netanyahu verði ákærður Sagður hafa reynt að múta útgefanda og þegið gjafir frá Hollywood-stórlaxi. 13. febrúar 2018 19:05 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Mótmælendur, milli þúsund og tvö þúsund talsins, komu saman í Tel Avív í Ísrael í dag þar sem afsagnar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra var krafist. Lögregla í landinu hefur lagt til að forsætisráðherrann verði ákærður fyrir spillingu í tveimur aðskildum málum. Lögregla greindi frá því á þriðjudag að nægar sannanir lægju fyrir til að ákæra Netanyahu. Hinn 68 ára forsætisráðherra neitar sök í málinu og segir að rannsókn muni ekki leiða til neins. Ríkissaksóknari Ísraels þarf nú að taka afstöðu til hvort ákæri beri Netanyahu.Reuters greinir frá því að skoðanakönnun Reshet bendi til að nærri helmingur Ísraela taki lögreglu trúanlega í málinu. Um fjórðungur aðspurðra trúi Netanyahu og annar eins fjöldi segist ekki vita hverjum eigi að trúa í málinu. Hins vegar segja 49 prósent aðspurðra að Netanyahu eigi að sitja áfram í stóli forsætisráðherra á meðan 43 prósent segja að hann eigi að víkja.Mútumál Forsætisráðherrann er 68 ára og gegnir nú embætti forsætisráðherra öðru sinni á ferlinum en alls hefur hann setið í þessu valdamesta embætti Ísraels í tólf ár. Annað spillingarmálið snýst um að Netanyahu hafi beðið ritstjóra dagblaðs um jákvæða umfjöllun um sig og í staðinn bauðst hann til að gera keppinauti blaðsins erfitt fyrir. Hitt málið snýr að ásökunum þess efnis að ráðherrann hafi þegið gjafir sem voru milljóna virði frá kvikmyndaframleiðandanum Arnon Milchan. Í staðinn hugðist Netanyahu aðstoða Milchan við að fá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Nokkra mánuði gæti tekið þar til saksóknari ákveði hvort eigi að ákæra Netanyahu.
Tengdar fréttir Netanyahu vísar ásökunum á bug Lögreglan í Ísrael hefur forsætisráðherrann grunaðan um að flækjast í mútumál og sagði í gær að rétt væri að ákæra hann. 14. febrúar 2018 08:11 Mælast til þess að Netanyahu verði ákærður Sagður hafa reynt að múta útgefanda og þegið gjafir frá Hollywood-stórlaxi. 13. febrúar 2018 19:05 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Netanyahu vísar ásökunum á bug Lögreglan í Ísrael hefur forsætisráðherrann grunaðan um að flækjast í mútumál og sagði í gær að rétt væri að ákæra hann. 14. febrúar 2018 08:11
Mælast til þess að Netanyahu verði ákærður Sagður hafa reynt að múta útgefanda og þegið gjafir frá Hollywood-stórlaxi. 13. febrúar 2018 19:05