Erlent

Utanríkisráðherra Rússlands gefur lítið fyrir ákærurnar

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússalands, var meðal ræðumanna á öryggisráðstefnu í Þýskalandi í dag.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússalands, var meðal ræðumanna á öryggisráðstefnu í Þýskalandi í dag. Vísir/AFP

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði á öryggisráðstefnu í München í dag að hann myndi ekki tjá sig um ákærur á hendur þrettán Rússum vegna afskipta af forsetakosningunum árið 2016 í Bandaríkjunum fyrr en hann hefði séð allar staðreyndir málsins. BBC greinir frá.

Þrátt fyrir það sagði utanríkisráðherrann jafnframt að ákærurnar væru þvættingur og að varaforseti Bandaríkjanna drægi ágæti rannsóknarinnar í efa.

Þrettán rússneskir ríkisborgarar og þrír rússneskir lögaðilar hafa verið ákærðir fyrir að hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og framgangi lýðræðis þar í landi. Því er haldið fram að Rússarnir hafi notast við falskar Facebook-færslur og auglýsingar til að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir í Bandaríkjunum á meðan kosningabaráttu stóð á milli Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016.

Í yfirlýsingu frá forsetaembætti Bandaríkjanna í gær kom fram að Trump hefði fengið skýrslu um málið og að hann sé glaður að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, á afskiptum af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 gefi enn frekar til kynna að forsetaframboð Trumps var ekki í neinu samráði við Rússa.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.