Enski boltinn

Man. City ætlar ekki að gleyma Mahrez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Riyad Mahrez.
Riyad Mahrez. vísir/getty
Það gekk ekki hjá Man. City að kaupa Riyad Mahrez af Leicester í gær en félagið mun líklega gera aðra atlögu að leikmanninum næsta sumar.

Vandamálið í gær var ekki að City væri ekki til í að opna veskið. Liðið sat lengi á fundum með Leicester en hugmyndin var sú að Leicester fengi bæði pening og leikmann frá City.

Heildarverðmæti þess pakka var 65 milljónir punda en það dugði ekki til. Hugmyndir Leicester voru nær pakka sem væri metinn á 95 milljónir punda.

„Það vissu allir að við værum að reyna að kaupa hann en höfðum ekki efni á að greiða það sem þeir vildu. Ég skil samt vel að þeir hafi beðið um svona mikið fyrir hann,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Man. City.

„Við reyndum líka að fá hann síðasta sumar. Svo núna verðum við að sjá hvað setur næsta sumar hjá okkur með þess þessi kaup.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×