Jamie Carragher spyr á Sky: Hversu langan tíma fær titlalaus Jürgen Klopp? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2018 14:00 Jürgen Klopp. Vísir/Getty Jamie Carragher vann á sínum tíma ellefu titla á sautján árum með Liverpool. Nú veltir hann fyrir sér hversu langur tími líður þar til að stuðningsmenn Liverpool fara að snúast gegn Jürgen Klopp. Carragher er á því að Klopp sé að gera góða hluti með Liverpool liðið en telur jafnframt að þýsku stjórinn muni fara að fá á sig meiri gagnrýni ef Liverpool liðið bætir ekki árangur sinn á næstu tólf mánuðum.Carragher spyr: Hversu langan tíma fær titlalaus Jürgen Klopp áður en stuðningsmenn fara að gagnrýna hann? Klopp er búinn að sitja í meira en tvö ár í knattspyrnustjórastólnum á Anfield og liðið hefur bætt sig á þeim tíma. Liðið hefur hinsvegar ekki enn tekist að vinna titil undir hans stjórn. Liverpool hefur tapað tveimur úrslitaleikjum undir stjórn Þjóverjans, úrslitaleik deildabikarsins og úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Báðir þeir leikir komu á hans fyrsta fulla tímabili. Carragher spáir því að pressan fari að aukast á Klopp muni þetta ekki breytast á næstu tólf mánuðum en eini raunhæfi möguleiki liðsins á titli á þessari leiktíða er að vinna Meistaradeildina sem er fjarlægur draumur. „Ef hann heldur liðinu í Meistaradeildinni þá telst þetta vera gott tímabil fyrir Liverpool. Það er auðvitað hægt að nefna til titla og að vinna ensku úrvalsdeildina en Liverpool þarf fyrst og fremst að verða stöðugt Meistaradeildarfélag,“ sagði Jamie Carragher við Sky Sports.WATCH: Did @LFC have a successful transfer window? Watch #TheDebate with @GNev2 and @Carra23 live on Sky Sports Premier League now. pic.twitter.com/aV7miiD0mo — Sky Sports PL (@SkySportsPL) February 1, 2018 „Liverpool hefur verið tvisvar sinnum í Meistaradeildinni á síðustu tíu árum og eina ástæðan fyrir því að þeir komst þangað aftur var af því að þeir voru lausir við Evrópukeppnina það tímabil. Það væri því afrek fyrir Klopp takist honum að halda Liverpool í Meistaradeildarsæti,“ sagði Carragher. „Ég hef gagnrýnt Arsene Wenger fyrir að vera í topp fjögur svo lengi og taka ekki næsta skref í deild eða Meistaradeild. Ef Klopp er ennþá bara að ná inn á topp fjögur eftir fjögur eða fimm ár og ekki kominn nær því að vinna úrvalsdeildina eða Meistaradeildina þá væri það ekki nógu gott,“ sagði Carragher. „Eins og staðan er núna þá getur hann gert Liverpool að liði sem er alltaf í Meistaradeildinni og liði sem mun vinna titla. Takist það þá verða stuðningsmenn Liverpool mjög ánægðir með hann,“ sagði Carragher en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Jamie Carragher vann á sínum tíma ellefu titla á sautján árum með Liverpool. Nú veltir hann fyrir sér hversu langur tími líður þar til að stuðningsmenn Liverpool fara að snúast gegn Jürgen Klopp. Carragher er á því að Klopp sé að gera góða hluti með Liverpool liðið en telur jafnframt að þýsku stjórinn muni fara að fá á sig meiri gagnrýni ef Liverpool liðið bætir ekki árangur sinn á næstu tólf mánuðum.Carragher spyr: Hversu langan tíma fær titlalaus Jürgen Klopp áður en stuðningsmenn fara að gagnrýna hann? Klopp er búinn að sitja í meira en tvö ár í knattspyrnustjórastólnum á Anfield og liðið hefur bætt sig á þeim tíma. Liðið hefur hinsvegar ekki enn tekist að vinna titil undir hans stjórn. Liverpool hefur tapað tveimur úrslitaleikjum undir stjórn Þjóverjans, úrslitaleik deildabikarsins og úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Báðir þeir leikir komu á hans fyrsta fulla tímabili. Carragher spáir því að pressan fari að aukast á Klopp muni þetta ekki breytast á næstu tólf mánuðum en eini raunhæfi möguleiki liðsins á titli á þessari leiktíða er að vinna Meistaradeildina sem er fjarlægur draumur. „Ef hann heldur liðinu í Meistaradeildinni þá telst þetta vera gott tímabil fyrir Liverpool. Það er auðvitað hægt að nefna til titla og að vinna ensku úrvalsdeildina en Liverpool þarf fyrst og fremst að verða stöðugt Meistaradeildarfélag,“ sagði Jamie Carragher við Sky Sports.WATCH: Did @LFC have a successful transfer window? Watch #TheDebate with @GNev2 and @Carra23 live on Sky Sports Premier League now. pic.twitter.com/aV7miiD0mo — Sky Sports PL (@SkySportsPL) February 1, 2018 „Liverpool hefur verið tvisvar sinnum í Meistaradeildinni á síðustu tíu árum og eina ástæðan fyrir því að þeir komst þangað aftur var af því að þeir voru lausir við Evrópukeppnina það tímabil. Það væri því afrek fyrir Klopp takist honum að halda Liverpool í Meistaradeildarsæti,“ sagði Carragher. „Ég hef gagnrýnt Arsene Wenger fyrir að vera í topp fjögur svo lengi og taka ekki næsta skref í deild eða Meistaradeild. Ef Klopp er ennþá bara að ná inn á topp fjögur eftir fjögur eða fimm ár og ekki kominn nær því að vinna úrvalsdeildina eða Meistaradeildina þá væri það ekki nógu gott,“ sagði Carragher. „Eins og staðan er núna þá getur hann gert Liverpool að liði sem er alltaf í Meistaradeildinni og liði sem mun vinna titla. Takist það þá verða stuðningsmenn Liverpool mjög ánægðir með hann,“ sagði Carragher en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira