Skráð sem týnd en keppti á sama tíma í Bachelor Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 23:03 Rebekah Martinez hefur vakið mikla athygli sem keppandi í The Bachelor. Mynd/ABC Rebekah Martinez, keppandi í Bachelor, var skráð sem týndur einstaklingur í nokkra mánuði áður en glöggur lesandi staðarblaðs í Norður-Karólínu benti blaðinu á að hún væri keppandi í raunveruleikaþættinum The Bachelor. New York Times greinir frá. Í gær birti staðarblaðið The North Coast Journal frétt um 35 einstaklinga sem skráðir væru sem týndir af yfirvöldum. Í Facebook-færslu á Facebook-síðu blaðsins var spurt hvort að lesendur hefðu orðið var við einhvern af þessum 35 einstakingum. „Já, Rebekah Martinez er keppandi í nýju Bachelor-þáttaröðinni,“ skrifaði Amy Bonner O'Brien við færslu blaðsins. Sem er bæði satt og rétt. Martinez, 22 ára gömul, er ein af mest áberandi þáttakendum nýjustu þáttaraðar The Bachelor, afar vinsæls raunveruleikaþáttar þar sem hópur kvenna keppir um hylli piparsveins. Í ljós kom að móðir Martinez hringdi í lögregluna þann 18. nóvember síðastliðinn og tilkynnti að dóttir hennar væri týnd. Fyrsti þáttur núverandi þáttaraðar af The Bachelor var frumsýndur á nýársdag en þrátt fyrir að vera áberandi í þáttunum og virk á samfélagsmiðlum var Martinez enn á lista yfirvalda yfir týnda einstaklinga. Svo virðist sem að lögreglunni í Humboldt-sýslu í Kaliforníu, þar sem hún var skráð sem týnd, hafi ekki tekist að hafa samband við Martinez, líkt og verklagsreglur gera ráð fyrir. Því hafi ekki verið hægt að staðfesta að hún væri ekki týnd en gera má ráð fyrir að lögregluþjónar sýslunnar fylgist ekki grannt með The Bachelor. Eftir frétt The North Coast Journal og athugasemd O'Brien tókst lögreglunni lokst að ná í Martinez sem gat staðfest að hún væri sprellifandi og alls ekki týnd. Grínaði hún meðal annars með atvikið á Twitter í dag.MOM. how many times do I have to tell you I don't get cell service on The Bachelor?? https://t.co/iYnxQCIZBt— bekah martinez ♡ (@whats_ur_sign_) February 2, 2018 I found myself, quite literally, on this season of #TheBachelor . pic.twitter.com/pRHhyFPEcb— bekah martinez ♡ (@whats_ur_sign_) February 2, 2018 Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Rebekah Martinez, keppandi í Bachelor, var skráð sem týndur einstaklingur í nokkra mánuði áður en glöggur lesandi staðarblaðs í Norður-Karólínu benti blaðinu á að hún væri keppandi í raunveruleikaþættinum The Bachelor. New York Times greinir frá. Í gær birti staðarblaðið The North Coast Journal frétt um 35 einstaklinga sem skráðir væru sem týndir af yfirvöldum. Í Facebook-færslu á Facebook-síðu blaðsins var spurt hvort að lesendur hefðu orðið var við einhvern af þessum 35 einstakingum. „Já, Rebekah Martinez er keppandi í nýju Bachelor-þáttaröðinni,“ skrifaði Amy Bonner O'Brien við færslu blaðsins. Sem er bæði satt og rétt. Martinez, 22 ára gömul, er ein af mest áberandi þáttakendum nýjustu þáttaraðar The Bachelor, afar vinsæls raunveruleikaþáttar þar sem hópur kvenna keppir um hylli piparsveins. Í ljós kom að móðir Martinez hringdi í lögregluna þann 18. nóvember síðastliðinn og tilkynnti að dóttir hennar væri týnd. Fyrsti þáttur núverandi þáttaraðar af The Bachelor var frumsýndur á nýársdag en þrátt fyrir að vera áberandi í þáttunum og virk á samfélagsmiðlum var Martinez enn á lista yfirvalda yfir týnda einstaklinga. Svo virðist sem að lögreglunni í Humboldt-sýslu í Kaliforníu, þar sem hún var skráð sem týnd, hafi ekki tekist að hafa samband við Martinez, líkt og verklagsreglur gera ráð fyrir. Því hafi ekki verið hægt að staðfesta að hún væri ekki týnd en gera má ráð fyrir að lögregluþjónar sýslunnar fylgist ekki grannt með The Bachelor. Eftir frétt The North Coast Journal og athugasemd O'Brien tókst lögreglunni lokst að ná í Martinez sem gat staðfest að hún væri sprellifandi og alls ekki týnd. Grínaði hún meðal annars með atvikið á Twitter í dag.MOM. how many times do I have to tell you I don't get cell service on The Bachelor?? https://t.co/iYnxQCIZBt— bekah martinez ♡ (@whats_ur_sign_) February 2, 2018 I found myself, quite literally, on this season of #TheBachelor . pic.twitter.com/pRHhyFPEcb— bekah martinez ♡ (@whats_ur_sign_) February 2, 2018
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira