Enski boltinn

Fer og Bony frá út tímabilið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fer var borinn af velli í gær
Fer var borinn af velli í gær vísir/getty
Swansea komst upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í margar vikur með jafntefli gegn Leicester á útivelli í gær.

Úrslitin voru hins vegar dýr fyrir Swansea þar sem bæði Leroy Fer og Wilfried Bony meiddust í leiknumm og nú hefur verið staðfest að þeir verði báðir frá út tímabilið og þurfi báðir aðgerðir vegna meiðsla sinna.

Fer var borinn af velli í fyrri hálfleik eftir að hann sleit sin í ökkla. Bony sleit krossband stuttu eftir að hann kom inn á sem varamaður á 71. mínútu en spilaði út leikinn.

Báðir hafa verið mikilvægir hlekkir í liði Swansea og skorað þrjú mörk hvor það sem af er tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×