Enski boltinn

Christiansen rekinn eftir sigurlaust 2018

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Christiansen var sjötti stjóri Leeds frá árinu 2014. Liðið þarf nú enn einu sinni að finna sér nýjan þjálfara
Christiansen var sjötti stjóri Leeds frá árinu 2014. Liðið þarf nú enn einu sinni að finna sér nýjan þjálfara vísir/getty
Leeds United rak í kvöld knattspyrnustjóra sinn Thomas Christiansen eftir aðeins sex mánuði í starfi.

Liðið hefur ekki unnið leik á nýju ári og er dottið í tíunda sæti Championship deildarinnar eftir að hafa verið í toppbaráttu framan af tímabili.

Brottreksturinn kemur eftir 4-1 tap á heimavelli gegn Cardiff og sjö leiki í röð án sigurs.

Christiansen er 44 ára Dani sem hóf störf sem aðalþjálfari hjá AEK Larnaca árið 2014 og var tímabil hjá APOEL áður en hann kom til Leeds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×