D-deildarliðið slegið út á Wembley

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Tottenham fagna í kvöld.
Leikmenn Tottenham fagna í kvöld. vísir/getty
Tottenham er komið áfram í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar eftir nokkuð þægilegan 2-0 sigur á D-deildarliði Newport á Wembley í kvöld.

Harry Kane bjargaði öðrum leik fyrir Tottenham í fyrri leik liðanna þegar hann jafnaði metin í fyrri leik liðanna í síðustu viku.

Dan Butler skoraði fyrsta markið fyrir Tottenham, en hann er varnarmaður Newport og gerðist því sekur um að skora í sitt eigið mark. Á 34. mínútu tvöfaldaði Erik Lamela svo forskotið og lokatölur 2-0.

Tottenham mætir í fimmtu umferðinni C-deildarliði Rochdale, en leikið verður þann 18. febrúar. Leikið verður í Rochdale.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira