Sló met með átta klukkutíma ræðu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 23:43 Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í dag að að samkomulagi um fjárlagafrumvarp til næstu tveggja ára en Pelosi segist ekki geta stutt tillöguna. Vísir/Getty Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í neðri deild Bandaríkjaþings, sló í dag ræðumet með rúmlega átta klukkutíma langri ræðu sinni þar sem hún mótmælti samkomulagi um fjárlög til næstu tveggja ára. Ástæðan er sú að frumvarpið tekur ekki á málefnum óskráðra innflytjenda sem hefur verið mikið hitamál í Bandaríkjunum undanfarin misseri. Samkvæmt sagnfræðingum þingsins er ræða Pelosi sú lengsta sem vitað er um. Pelosi hóf mál sitt klukkan 10 að morgni og henni lauk um klukkan 18:10 að staðartíma. Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í dag að að samkomulagi um fjárlagafrumvarp til næstu tveggja ára. Frumvarpið þarf þó að fá samþykki beggja deilda þingsins og er talið að það verði ekki áfallalaust og hafa þingmenn beggja flokka tjáð óánægju sína með frumvarpið. „Krafa okkar til forseta þingsins er fyrir okkur, fyrir okkur sjálf, svo við heiðrum gildi stofnenda okkar,“ sagði Pelosi meðal annars. Frestur til að framlengja útgjöld til alríkisstofnana rennur út á morgun. Neðri deild þingsins hefur samþykkt bráðabirgðalausn til að fjármagna rekstur ríkisins eftir að fé til hans klárast á morgun. Alríkisstjórnin hefur verið fjármögnuð með röð bráðabirgðafrumvarpa frá því að síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um fjárlög þá. Síðan þá hefur lokun alríkisstjórnarinnar vofað yfir í hvert skipti sem þurft hefur að samþykkja nýja skammtímalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðalausn til að knýja á um að staða innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn yrði tryggð. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra. Bandaríkin Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í neðri deild Bandaríkjaþings, sló í dag ræðumet með rúmlega átta klukkutíma langri ræðu sinni þar sem hún mótmælti samkomulagi um fjárlög til næstu tveggja ára. Ástæðan er sú að frumvarpið tekur ekki á málefnum óskráðra innflytjenda sem hefur verið mikið hitamál í Bandaríkjunum undanfarin misseri. Samkvæmt sagnfræðingum þingsins er ræða Pelosi sú lengsta sem vitað er um. Pelosi hóf mál sitt klukkan 10 að morgni og henni lauk um klukkan 18:10 að staðartíma. Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í dag að að samkomulagi um fjárlagafrumvarp til næstu tveggja ára. Frumvarpið þarf þó að fá samþykki beggja deilda þingsins og er talið að það verði ekki áfallalaust og hafa þingmenn beggja flokka tjáð óánægju sína með frumvarpið. „Krafa okkar til forseta þingsins er fyrir okkur, fyrir okkur sjálf, svo við heiðrum gildi stofnenda okkar,“ sagði Pelosi meðal annars. Frestur til að framlengja útgjöld til alríkisstofnana rennur út á morgun. Neðri deild þingsins hefur samþykkt bráðabirgðalausn til að fjármagna rekstur ríkisins eftir að fé til hans klárast á morgun. Alríkisstjórnin hefur verið fjármögnuð með röð bráðabirgðafrumvarpa frá því að síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um fjárlög þá. Síðan þá hefur lokun alríkisstjórnarinnar vofað yfir í hvert skipti sem þurft hefur að samþykkja nýja skammtímalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðalausn til að knýja á um að staða innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn yrði tryggð. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.
Bandaríkin Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira