Sektaður af sínu eigin félagi fyrir káfa á nára mótherja síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 11:30 Hvað varstu að gera maður? Vísir/Getty Matt Miazga er leikmaður Chelsea en á láni hjá hollenska félaginu Vitesse Arnhem. Hollendingarnir eru hinsvegar ekki alltof ánægðir með strákinn eftir leik hans í síðasta mánuði. Vitesse Arnhem var þar að spila við Heerenveen í hollensku deildinni og gerði 1-1 jafntefli. Það var meðferð leikmanna Vitesse Arnhem á Heerenveen-leikmanninum Denzel Dumfries sem stal þó sviðsljósinu eftir leikinn. Það sást meðal annars vel á myndbandi þegar Matt Miazga kleip andstæðing sinn á viðkvæmum stað í náranum og það kostaði á endanum sitt þótt að dómari leiksins hafi ekki refsað honum í leiknum sjálfum. Vitesse Arnhem ákvað á endanum að sekta hinn 22 ára gamla Matt Miazga fyrir káfið og félagið sektaði líka Tim Matavz sem gaf fyrrnefndum Denzel Dumfries vænt olnbogaskot í fyrrnefndum leik. Tim Matavz fékk einnig fjögurra leikja bann fyrir það. Það má sjá þessi tvö atvik í myndbandinu hér fyrir neðan en fyrir þá sem kunna hollensku þá er Denzel Dumfries þarna spurður út í meðferðina á honum í þessum leik. „Við höfum sektað báða leikmenn því hegðun þeirra gengur þvert á háttvísireglur félagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá Vitesse Arnhem. Matt Miazga er bandarískur landsliðsmaður og kom til Chelsea frá New York Red Bulls í janúar 2016 fyrir 3,5 milljónir punda. Hann hefur verið í láni hjá Vitesse Arnhem síðan í byrjun 2016-17 tímabilsins. Tim Matavz er 29 ára slóvenskur landsliðsmaður sem kom til Vitesse Arnhem á síðasta ári. Fórnarlambið er hinn 21 árs gamli hægri bakvörður Denzel Dumfries sem er á sínu fyrsta tímabilið með Heerenveen. Hann hefur spilað tvo landsleiki fyrir Arúba sem er eyja í Karíbahafi norður af Venesúela. Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Matt Miazga er leikmaður Chelsea en á láni hjá hollenska félaginu Vitesse Arnhem. Hollendingarnir eru hinsvegar ekki alltof ánægðir með strákinn eftir leik hans í síðasta mánuði. Vitesse Arnhem var þar að spila við Heerenveen í hollensku deildinni og gerði 1-1 jafntefli. Það var meðferð leikmanna Vitesse Arnhem á Heerenveen-leikmanninum Denzel Dumfries sem stal þó sviðsljósinu eftir leikinn. Það sást meðal annars vel á myndbandi þegar Matt Miazga kleip andstæðing sinn á viðkvæmum stað í náranum og það kostaði á endanum sitt þótt að dómari leiksins hafi ekki refsað honum í leiknum sjálfum. Vitesse Arnhem ákvað á endanum að sekta hinn 22 ára gamla Matt Miazga fyrir káfið og félagið sektaði líka Tim Matavz sem gaf fyrrnefndum Denzel Dumfries vænt olnbogaskot í fyrrnefndum leik. Tim Matavz fékk einnig fjögurra leikja bann fyrir það. Það má sjá þessi tvö atvik í myndbandinu hér fyrir neðan en fyrir þá sem kunna hollensku þá er Denzel Dumfries þarna spurður út í meðferðina á honum í þessum leik. „Við höfum sektað báða leikmenn því hegðun þeirra gengur þvert á háttvísireglur félagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá Vitesse Arnhem. Matt Miazga er bandarískur landsliðsmaður og kom til Chelsea frá New York Red Bulls í janúar 2016 fyrir 3,5 milljónir punda. Hann hefur verið í láni hjá Vitesse Arnhem síðan í byrjun 2016-17 tímabilsins. Tim Matavz er 29 ára slóvenskur landsliðsmaður sem kom til Vitesse Arnhem á síðasta ári. Fórnarlambið er hinn 21 árs gamli hægri bakvörður Denzel Dumfries sem er á sínu fyrsta tímabilið með Heerenveen. Hann hefur spilað tvo landsleiki fyrir Arúba sem er eyja í Karíbahafi norður af Venesúela.
Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira