Icelandair telur Hvassahraun mögulegt 2027 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Borgarstjóri reiknar með að hitta samgönguráðherra á allra næstu dögum. Fréttablaðið/ernir Sé hratt gengið til verka gæti fyrsti áfangi nýs flugvallar í Hvassahrauni verið tilbúinn innan tíu ára. Þetta er mat Icelandair. Starfshópur um Reykjavíkurflugvöll vill hrinda tillögum Rögnunefndar af stað. „Reykjavíkurborg studdi niðurstöðu Rögnunefndarinnar. Ég geri ráð fyrir að hitta samgönguráðherra vegna málsins á næstu dögum og ræða málið í borgarráði. Ég á von á því að næstu skref skýrist í kjölfarið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Starfshópur um framtíð Reykjavíkurflugvallar skilaði skýrslu sinni til samgönguráðherra nýverið. Í skýrslunni er lagt til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð svo fljótt sem verða má og að tillögum Rögnunefndarinnar svokölluðu verði hrundið í framkvæmd. Í skýrslunni nú er lagt til að stofnað verði þróunarfélag um verkefnið með aðild ríkisins, Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila. Verði því falið að gera ítarlega fjárhags- og viðskiptaáætlun fyrir nýjan flugvöll í Hvassahrauni þar sem andvirði landsins í Vatnsmýri yrði lagt til uppbyggingar hins nýja flugvallar. „Undir öllum kringumstæðum verður að tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri og að ekki verði farið í frekari styttingar eða lokanir á brautum þar fyrr en nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar,“ segir í niðurlagi skýrslunnar. Í skýrslunni er athugasemda Icelandair einnig getið. Félagið hefur undanfarið unnið að mati á kostum þess að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem mögulega gæti þjónað sem aðalflugvöllur landsins. Er það mat félagsins að veðurskilyrði í Hvassahrauni séu betri en í Keflavík. Þá telur félagið að uppbyggingartími nýs flugvallar gæti verið um fimm ár. Fyrsti áfangi flugvallarins gæti verið tilbúinn til notkunar á árunum 2025-2027 ef gengið yrði hratt til verks. Félagið áætlar að kostnaður verið um 140 milljarðar hið minnsta en þó mögulegt að hann verði nær 200 milljörðum. Starfshópurinn nú var skipaður af Jóni Gunnarssyni í september síðasta árs. Lögmaðurinn Hreinn Loftsson var formaður hennar en aðrir nefndarmenn voru áðurnefndur Dagur B. Eggertsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir ráðgjafi, Linda Gunnarsdóttir flugstjóri, Róbert Guðfinnsson athafnamaður og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. „Það er heilmikil vinna eftir áður en menn geta farið að ræða af alvöru að setja flugvöll í Hvassahraun. Til að sú umræða geti farið fram á málefnalegum nótum þarf að leggjast í þá vinnu,“ segir Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra og fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra vegna málsins þar sem hann var önnum kafinn á fundum í Svíþjóð. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Sé hratt gengið til verka gæti fyrsti áfangi nýs flugvallar í Hvassahrauni verið tilbúinn innan tíu ára. Þetta er mat Icelandair. Starfshópur um Reykjavíkurflugvöll vill hrinda tillögum Rögnunefndar af stað. „Reykjavíkurborg studdi niðurstöðu Rögnunefndarinnar. Ég geri ráð fyrir að hitta samgönguráðherra vegna málsins á næstu dögum og ræða málið í borgarráði. Ég á von á því að næstu skref skýrist í kjölfarið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Starfshópur um framtíð Reykjavíkurflugvallar skilaði skýrslu sinni til samgönguráðherra nýverið. Í skýrslunni er lagt til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð svo fljótt sem verða má og að tillögum Rögnunefndarinnar svokölluðu verði hrundið í framkvæmd. Í skýrslunni nú er lagt til að stofnað verði þróunarfélag um verkefnið með aðild ríkisins, Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila. Verði því falið að gera ítarlega fjárhags- og viðskiptaáætlun fyrir nýjan flugvöll í Hvassahrauni þar sem andvirði landsins í Vatnsmýri yrði lagt til uppbyggingar hins nýja flugvallar. „Undir öllum kringumstæðum verður að tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri og að ekki verði farið í frekari styttingar eða lokanir á brautum þar fyrr en nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar,“ segir í niðurlagi skýrslunnar. Í skýrslunni er athugasemda Icelandair einnig getið. Félagið hefur undanfarið unnið að mati á kostum þess að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem mögulega gæti þjónað sem aðalflugvöllur landsins. Er það mat félagsins að veðurskilyrði í Hvassahrauni séu betri en í Keflavík. Þá telur félagið að uppbyggingartími nýs flugvallar gæti verið um fimm ár. Fyrsti áfangi flugvallarins gæti verið tilbúinn til notkunar á árunum 2025-2027 ef gengið yrði hratt til verks. Félagið áætlar að kostnaður verið um 140 milljarðar hið minnsta en þó mögulegt að hann verði nær 200 milljörðum. Starfshópurinn nú var skipaður af Jóni Gunnarssyni í september síðasta árs. Lögmaðurinn Hreinn Loftsson var formaður hennar en aðrir nefndarmenn voru áðurnefndur Dagur B. Eggertsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir ráðgjafi, Linda Gunnarsdóttir flugstjóri, Róbert Guðfinnsson athafnamaður og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. „Það er heilmikil vinna eftir áður en menn geta farið að ræða af alvöru að setja flugvöll í Hvassahraun. Til að sú umræða geti farið fram á málefnalegum nótum þarf að leggjast í þá vinnu,“ segir Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra og fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra vegna málsins þar sem hann var önnum kafinn á fundum í Svíþjóð.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira