Icelandair telur Hvassahraun mögulegt 2027 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Borgarstjóri reiknar með að hitta samgönguráðherra á allra næstu dögum. Fréttablaðið/ernir Sé hratt gengið til verka gæti fyrsti áfangi nýs flugvallar í Hvassahrauni verið tilbúinn innan tíu ára. Þetta er mat Icelandair. Starfshópur um Reykjavíkurflugvöll vill hrinda tillögum Rögnunefndar af stað. „Reykjavíkurborg studdi niðurstöðu Rögnunefndarinnar. Ég geri ráð fyrir að hitta samgönguráðherra vegna málsins á næstu dögum og ræða málið í borgarráði. Ég á von á því að næstu skref skýrist í kjölfarið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Starfshópur um framtíð Reykjavíkurflugvallar skilaði skýrslu sinni til samgönguráðherra nýverið. Í skýrslunni er lagt til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð svo fljótt sem verða má og að tillögum Rögnunefndarinnar svokölluðu verði hrundið í framkvæmd. Í skýrslunni nú er lagt til að stofnað verði þróunarfélag um verkefnið með aðild ríkisins, Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila. Verði því falið að gera ítarlega fjárhags- og viðskiptaáætlun fyrir nýjan flugvöll í Hvassahrauni þar sem andvirði landsins í Vatnsmýri yrði lagt til uppbyggingar hins nýja flugvallar. „Undir öllum kringumstæðum verður að tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri og að ekki verði farið í frekari styttingar eða lokanir á brautum þar fyrr en nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar,“ segir í niðurlagi skýrslunnar. Í skýrslunni er athugasemda Icelandair einnig getið. Félagið hefur undanfarið unnið að mati á kostum þess að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem mögulega gæti þjónað sem aðalflugvöllur landsins. Er það mat félagsins að veðurskilyrði í Hvassahrauni séu betri en í Keflavík. Þá telur félagið að uppbyggingartími nýs flugvallar gæti verið um fimm ár. Fyrsti áfangi flugvallarins gæti verið tilbúinn til notkunar á árunum 2025-2027 ef gengið yrði hratt til verks. Félagið áætlar að kostnaður verið um 140 milljarðar hið minnsta en þó mögulegt að hann verði nær 200 milljörðum. Starfshópurinn nú var skipaður af Jóni Gunnarssyni í september síðasta árs. Lögmaðurinn Hreinn Loftsson var formaður hennar en aðrir nefndarmenn voru áðurnefndur Dagur B. Eggertsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir ráðgjafi, Linda Gunnarsdóttir flugstjóri, Róbert Guðfinnsson athafnamaður og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. „Það er heilmikil vinna eftir áður en menn geta farið að ræða af alvöru að setja flugvöll í Hvassahraun. Til að sú umræða geti farið fram á málefnalegum nótum þarf að leggjast í þá vinnu,“ segir Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra og fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra vegna málsins þar sem hann var önnum kafinn á fundum í Svíþjóð. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Sé hratt gengið til verka gæti fyrsti áfangi nýs flugvallar í Hvassahrauni verið tilbúinn innan tíu ára. Þetta er mat Icelandair. Starfshópur um Reykjavíkurflugvöll vill hrinda tillögum Rögnunefndar af stað. „Reykjavíkurborg studdi niðurstöðu Rögnunefndarinnar. Ég geri ráð fyrir að hitta samgönguráðherra vegna málsins á næstu dögum og ræða málið í borgarráði. Ég á von á því að næstu skref skýrist í kjölfarið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Starfshópur um framtíð Reykjavíkurflugvallar skilaði skýrslu sinni til samgönguráðherra nýverið. Í skýrslunni er lagt til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð svo fljótt sem verða má og að tillögum Rögnunefndarinnar svokölluðu verði hrundið í framkvæmd. Í skýrslunni nú er lagt til að stofnað verði þróunarfélag um verkefnið með aðild ríkisins, Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila. Verði því falið að gera ítarlega fjárhags- og viðskiptaáætlun fyrir nýjan flugvöll í Hvassahrauni þar sem andvirði landsins í Vatnsmýri yrði lagt til uppbyggingar hins nýja flugvallar. „Undir öllum kringumstæðum verður að tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri og að ekki verði farið í frekari styttingar eða lokanir á brautum þar fyrr en nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar,“ segir í niðurlagi skýrslunnar. Í skýrslunni er athugasemda Icelandair einnig getið. Félagið hefur undanfarið unnið að mati á kostum þess að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem mögulega gæti þjónað sem aðalflugvöllur landsins. Er það mat félagsins að veðurskilyrði í Hvassahrauni séu betri en í Keflavík. Þá telur félagið að uppbyggingartími nýs flugvallar gæti verið um fimm ár. Fyrsti áfangi flugvallarins gæti verið tilbúinn til notkunar á árunum 2025-2027 ef gengið yrði hratt til verks. Félagið áætlar að kostnaður verið um 140 milljarðar hið minnsta en þó mögulegt að hann verði nær 200 milljörðum. Starfshópurinn nú var skipaður af Jóni Gunnarssyni í september síðasta árs. Lögmaðurinn Hreinn Loftsson var formaður hennar en aðrir nefndarmenn voru áðurnefndur Dagur B. Eggertsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir ráðgjafi, Linda Gunnarsdóttir flugstjóri, Róbert Guðfinnsson athafnamaður og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. „Það er heilmikil vinna eftir áður en menn geta farið að ræða af alvöru að setja flugvöll í Hvassahraun. Til að sú umræða geti farið fram á málefnalegum nótum þarf að leggjast í þá vinnu,“ segir Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra og fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra vegna málsins þar sem hann var önnum kafinn á fundum í Svíþjóð.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira