Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2018 19:55 Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna svokölluðu Bítla. Vísir/AFP Sýrlenskir Kúrdar hafa handsamað síðustu tvo meðlimi alræmds hóps erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“. Fjórmenningarnir pyntuðu vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna svokölluðu Bítla. Yfirvöld Bandaríkjanna segja þá fjóra hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. Emwazi gekk einnig undir nafninu „Böðull Íslamska ríkisins“ eftir að myndbönd voru birt af honum myrða James Foley, Steven Sotloff og fleiri. Emwazi var felldur í loftárás árið 2015. Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og nú hafa Kúrdar handsamað þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh. Allir fjórir voru frá Vestur-Lundúnum og voru þeir kallaðir „Bítlarnir“ vegna hreims þeirra.Samkvæmt frétt New York Times voru þeir Kotey og Elsheikh handsamaðir í síðasta mánuði af Syrian Democratic Forces í Efrat-dalnum, nærri landamærum Írak, þar sem samtökin berjast við Íslamska ríkið. Grunur lék á að þeir væru erlendir vígamenn og staðfestu sérsveitarmenn Bandaríkjanna það með fingraförum þeirra.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir Kotey hafa pyntað fjölda fanga meðal annars með rafmagni og með því að drekkja þeim. Talið er að hann hafi fengið nokkra breska ríkisborgara til að ganga til liðs við ISIS. Elsheikh fór til Sýrlands og gekk til liðs við al-Qaeda áður en hann lýsti yfir hollustu við Íslamska ríkið. Hann var þekktur fyrir að krossfesta fanga samtakanna. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafi haldið því leyndu að þeir hefðu verið handsamaðir. Það hefði verið gert á meðan verið væri að nýta það sem þeir hefðu gefið upp og aðrar upplýsingar sem öfluðust með handsömun þeirra. Sýrland Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50 IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Staðfesta dauða Jihadi John Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna. 19. janúar 2016 23:00 Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. 28. febrúar 2015 16:06 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar hafa handsamað síðustu tvo meðlimi alræmds hóps erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“. Fjórmenningarnir pyntuðu vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna svokölluðu Bítla. Yfirvöld Bandaríkjanna segja þá fjóra hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. Emwazi gekk einnig undir nafninu „Böðull Íslamska ríkisins“ eftir að myndbönd voru birt af honum myrða James Foley, Steven Sotloff og fleiri. Emwazi var felldur í loftárás árið 2015. Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og nú hafa Kúrdar handsamað þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh. Allir fjórir voru frá Vestur-Lundúnum og voru þeir kallaðir „Bítlarnir“ vegna hreims þeirra.Samkvæmt frétt New York Times voru þeir Kotey og Elsheikh handsamaðir í síðasta mánuði af Syrian Democratic Forces í Efrat-dalnum, nærri landamærum Írak, þar sem samtökin berjast við Íslamska ríkið. Grunur lék á að þeir væru erlendir vígamenn og staðfestu sérsveitarmenn Bandaríkjanna það með fingraförum þeirra.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir Kotey hafa pyntað fjölda fanga meðal annars með rafmagni og með því að drekkja þeim. Talið er að hann hafi fengið nokkra breska ríkisborgara til að ganga til liðs við ISIS. Elsheikh fór til Sýrlands og gekk til liðs við al-Qaeda áður en hann lýsti yfir hollustu við Íslamska ríkið. Hann var þekktur fyrir að krossfesta fanga samtakanna. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafi haldið því leyndu að þeir hefðu verið handsamaðir. Það hefði verið gert á meðan verið væri að nýta það sem þeir hefðu gefið upp og aðrar upplýsingar sem öfluðust með handsömun þeirra.
Sýrland Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50 IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Staðfesta dauða Jihadi John Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna. 19. janúar 2016 23:00 Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. 28. febrúar 2015 16:06 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11
„Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01
Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50
IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28
Staðfesta dauða Jihadi John Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna. 19. janúar 2016 23:00
Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. 28. febrúar 2015 16:06