Erlent

Báru kennsl á þjóf með „teiknimyndalegri“ skissu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hung Phoc Nguyen og skissan umrædda.
Hung Phoc Nguyen og skissan umrædda. Lögreglan í Lancaster Pennsylvaniu
Lögregla í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum tókst að bera kennsl á þjóf með því að nota skissu sem vitni útvegaði. Skissunni sjálfri hefur verið lýst sem „teiknimyndalegri“ en hún og lýsingar á aðferðum þjófsins dugði til að lögregluþjónar könnuðust við kauða.

Hung Phoc Nguyen er sakaður um að hafa þóst vera starfsmaður verslunar og stolið þaðan peningum. Raunverulegur starfsmaður verslunarinnar teiknaði mynd af Nguyen og lýsti honum sem karlmanni á aldrinum 30 til 40 ára, smávaxinn og „mögulega asískur eða frá Suður-Ameríku“.

Einn lögregluþjónn sem sá myndina grunaði hvern um væri að ræða og sýndi vitninu raunverulega mynd af Nguyen. Lögreglan leitar nú að Nguyen og hefur beðið um hjálp almennings við að finna hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×