Fótbolti

Knattspyrnudómarinn Paul Alcock er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Ítalinn Paolo di Canio hrinti Paul Alcock í leik árið 1998 eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið.
Ítalinn Paolo di Canio hrinti Paul Alcock í leik árið 1998 eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið. Vísir/Getty
Enski knattspyrnudómarinn Paul Alcock er látinn, 64 ára að aldri. Frá þessu var greint á heimasíðu enska knattspyrnusambandsins í dag. Hann hafði glímt við krabbamein í nokkurn tíma.

Alcock dæmdi alls 94 úrvalsdeildarleiki í Englandi á árunum 1995 til 2000. Hans verður líklegast einna helst minnst fyrir atvik sem varð í leik Sheffield Wednesday og Arsenal árið 1998 þar sem Ítalinn Paolo di Canio, leikmaður Wednesday, hrinti Alcock eftir að sá hafði sýnt di Canio rauða spjaldið.

Mike Riley, yfirmaður dómaramála hjá enska knattspyrnusambandinu, segir starfsmenn miður sín að frétta af andláti Alcock, þó að þeir hafi vitað um veikindi Alcock í nokkurn tíma.

Riley segir að Alcock hafi notið mikillar virðingar. Síðustu árin starfaði Alcock við að aðstoða næstu kynslóð knattspyrnudómara við sín störf og gefa þeim ráðleggingar.

Paul Alcock.FA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×