Innlent

Bein útsending: Eru börn þrælar tækninnar?

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Farið verður yfir samband barna við tækni dagsins og sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja á börn á málstofu í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í dag.

Málstofan hefst klukkan tólf í stofu V101 í HR og stendur yfir til hálf tvö.

„Eru börnin okkar að verða þrælar tækninnar eða skilja íhaldssamir foreldrar ekki nýjan heim? Hvað geta foreldrar gert til að stuðla að því að börn nýti snjalltæki, samfélagsmiðla og tölvuleiki í uppbyggjandi tilgangi, í leik, námi og starfi? Hvað telst vera góð notkun og hvað ekki?“

Málstofan er haldin í samstarfi við Rannsóknir og greiningu, Heimili og skóla, SAFT og velferðarsvið Reykjavíkur. Málstofan verður einnig sýnd í beinni útsendingu.

Dagskrá:

12:00 Þorlákur Karlsson, dósent við sálfræðisvið HR 

Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Heljartak sálfræðilegra styrkingarhátta í samfélagsmiðlum og tölvuleikjum.

12:15 Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi við sálfræðisvið HR 

Snýst lífið um læk? - Niðurstöður rannsókna á sálfræðilegum áhrifum samfélagsmiðla meðal íslenskra unglinga.

12:30 Jóhanna María Svövudóttir, nemandi í tölvunarfræði og Ólafur Freyr Ólafsson, nemandi í viðskiptafræði í HR

Alltaf í beinni. Hvernig er að vera ungur í dag?

12:45 Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið HR og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu

Rafrænn útivistartími. Lærdómur úr fyrri forvarnarátökum.

13:00 Björn Hjálm­ars­son barna­- og unglingageðlæknir, Barna- og unglingageðdeild LSH 

Hvað er heilbrigður skjátími? - Leiðbeiningar Bandarísku barnalæknasamtakanna frá 2016.

13:15 Umræður

Fundarstjóri: Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla

Málstofan er öllum opin og allir eru velkomnir. Hægt er að horfa á málstofuna hér að neðan, eða hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×